fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Dygg stuðningskona snýr baki við Sólveigu Önnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Sveinsdóttir, ræstitæknir og kjólameistari, sagði sig úr stjórn Eflingar í gærkvöld í kjölfar þeirrar ákvörðunar meirihluta stjórnarinnar um að segja upp öllu starfsfólki Eflingar.

Jóna hefur lengi starfað í verkalýðshreyfingunni og verið dyggur stuðningsmaður Sólveigar Önnu. Hún segir í samtali við DV að ákvörðunin um að yfirgefa stjórnina hafi verið tekin fyrir nokkru en nýjustu vendingar hafi flýtt fyrir henni og séu hluti af ástæðunni fyrir því að hún stígur til hliðar. Viðurkennir hún að vinnubrögð nýrrar stjórnar séu ekki í takt við hennar sjónarmið.

„Þessi ákvörðun var tekin áður. Ég er ekki tilbúin til að tímasetja hana nákvæmlega,“ segir Jóna. „Við erum sammála í pólitík,“ segir hún, aðspurð um afstöðu sína til Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem stóð að baki þeirri ákvörðun að reka starfsfólkið. Hún viðurkennir hins vegar að það sé vegna stefnu nýrrar stjórnar undir forystu Sólveigar Önnu sem hún vill ekki vera í stjórn Eflingar lengur.

„Ég styð ekki þessa ákvörðun,“ segir Jóna ennfremur um þá ákvörðun að segja upp starfsfólkinu. „Afsagnarákvörðunin var samt tekin áður.“

„Öllum mínum afskiptum af Eflingu stéttarfélagi er hér með lokið,“ segir Jóna ennfremur en hún hefur nógu öðru að sinna enda er hún bæði kjólameistari og ræstitæknir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“