fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Sólveig fékk kaldar móttökur á aðalfundi Eflingar í gær – „Tilgangurinn er augljós“

Eyjan
Laugardaginn 9. apríl 2022 12:12

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur Eflingar var haldinn í gærkvöldi og tók þar Sólveig Anna Jónsdóttir formlega við formennsku félagsins á ný. Hún furðar sig þó á því að henni hafi hvorki verið óskað til hamingju né fékk hún að halda ræðu – nokkuð sem ætti að vera eðlilegu og sjálfsagður hluti af stjórnarskiptum. Upplifði hún að hart væri barist gegn tillögum hennar og fór svo að fresta þurfti fund fram á sunnudag og segist Sólveig ekki hlakka til framhaldsins, að þurfa að hlusta á andstæðinga hennar í stjórn útmála hana sem  „hatursmann félagsins og alls félagsfólks; einræðisherra, siðvilling og einn mesta drullusokk Íslandssögunnar“.

Hún greinir frá þessu á Facebook þar sem hún fer yfir það sem átti sér stað á aðalfundinum í gær. Þar segir hún að hvort sem fráfarandi stjórnendur séu sáttir eða ósáttir við nýja forystu þá þurfi fólk að kunna að tapa.

„Almennt siðgæði og velsæmi í samfélagi sem kennir sig við leikreglur lýðræðisins krefst þess einfaldlega að fólk kunni að tapa.“

Kaldar móttökur

Ólíkt því er Sólveig tók við formennsku árið 2018 var henni ekki gefinn kostur á að ávarpa fundinn og fráfarandi formaður óskaði henni ekki til hamingju. Eins upplifði Sólveig að mikið hafi verið lagt í á fundinum að gera lagabreytingatillögur hennar og Baráttulistans tortryggilegar.

„Þess í stað lagði fólk mikið á sig og seildist langt (æ lengra eftir því sem leið á fundinn) til þess að láta lagabreytingatillögur þær sem ég og félagar mínir höfðum skilað til félagsins á réttum tíma samkvæmt lögum, kynnt á félagsfundi og gert aftur grein fyrir á fundinum í gær eins og lög félagsins gera ráð fyrir, hljóma sem ekkert annað en auðvirðilega tilraun mína til að gerast „einráð” í félaginu, sökum míns illa innrætis og augljósu annarlegu hvata.“

Tekin sem dæmi um „alvarlega glæpa-aðför mína“

Sólveig ítrekar að hún ætli sér ekki að vera neinn „einráður“ í Eflingu og það hafi hún ítrekað tjáð með skýrum hætti. Tillögurnar hafi verið lagar fram af virðingu fyrir félagsfólk.

Sólveig nefnir sem dæmi um „ótrúlegan og ömurlegan málflutning andstæðinga minna“ eina tillögu. Hún hafi varðar ákvæði í lögum Eflingar sem varði sjóði félagsins og hafi tillagan verið sett fram til að uppfæra og skýra greinina með tilliti til þess hvernig sjóðirnir eru í dag.

„[Þessi tillaga] var tekin sem dæmi um alvarlega glæpa-aðför mína að starfi félagsins og látið svo hljóma að ef tillagan hlyti brautargengi aðalfundargesta í kosningu myndi það þýða að ég gæti svipt þá þeim réttindum sem þeir eiga í sjóðum.“

Sólveig segist ekki átta sig á því hvort að þessi málflutningur hafi verið notaður til að reyna að telja fólki trú um að Sólveig gæti með breytingunni „framið fyrirhugað illvirki upp á mitt einsdæmi eða hvort ég þyrfti vitorðsmenn í þeirri hræðilegu árás sem ég væri með í undirbúningi að hagsmunum Eflingarfélaga.“

Tilgangurinn er augljós

Sólveig segir tilganginn eð gagnrýninni þó augljósan.

„En tilgangurinn er augljós: Reynt er að telja fólki trú um að þrátt fyrir þá staðreynd að ég hafi í tvígang verið kjörinn formaður Eflingar sé ég þess ekki verðug að leiða félagið eða hafi til þess burði; siðferðilega, persónulega, greindarfarslega. Og annað er ekki síður augljóst: Fyrir suma stjórnarmeðlimi stendur kosningabaráttan greinilega enn yfir. Ætli fljótlega fari ekki að koma fram ásakanir um að ég hafi „stolið” kosningunum? Eflaust hægt að panta „úttekt“ um það.“

Sólveig segir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem leiddi A-listann í stjórnarkjöri Eflingar en laut í lægra haldi fyrir Sólveigu og Baráttulistanum hafi krafist þess að atkvæðagreiðsla færi ekki fram með handauppréttingu, líkt og vanalega sé gert. Heldur að atkvæðagreiðsla yrði leynileg.

„Rökin [voru] þau að starfsfólk skrifstofunnar, en mörg úr þeirra hópi voru mætt á fundinn, myndu annars ekki „þora” að greiða atkvæði).“

Sólveig sá því frammá að fundurinn yrði gífurlega langur með þessum hætti og lagði því til að fundi yrði frestað fram á sunnudag.

„Þannig að „skemmtunin” heldur áfram á sunnudag og þá fjölmörg tækifæri fyrir andstæðinga mína í stjórn til að fara í pontu og útmála mig sem ekkert annað en hatursmann félagsins og alls félagsfólks; einræðisherra, siðvilling og einn mesta drullusokk Íslandssögunnar. Ég get ekki sagt að ég hlakki til. En svona virðist þetta bara vera og verður eflaust um langt skeið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“