fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Bryndís pirruð og svekkt – „Fékk mig til að trúa því að þetta væri gott fyrirkomulag“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 22:30

Bryndís Haraldsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vá hvað ég er pirruð og svekkt,“ er yfirskrift pistils sem Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar en pistillinn sem um ræðir birtist á Vísi í dag.

Pistillinn fjallar um söluna á Íslandsbanka en hún hefur mikið verið gagnrýnd síðan hún fór fram, sérstaklega núna eftir að listinn um kaupendur var birtur. Á listanum mátti til dæmis finna félag í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherrra. Þá voru nokkrir eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins á meðal kaupenda

Bryndís segist vera einlægur talsmaður þess að Íslandsbanki sé seldur en svo virðist vera sem hún sé ekki ánægð með það hvernig fór í þessu útboði. „Nú var lagt til að fara leið tilboðsfyrirkomulags sem felur í sér útboð á hlutum í þegar skráðu félagi til hæfra fjárfesta, án útgáfu skráningarlýsingar. Verð að viðurkenna að ég hafði ekki þekkingu á þessu fyrirkomulagi, en greinagerðin og heimsókn frá Bankasýslunni og öðrum gestum fékk mig til að trúa því að þetta væri gott fyrirkomulag,“ segir hún.

„Ég stóð í þeirri meiningu að leiðin væri til þess fallin að fá stóra fjárfesta inn í hópin fjárfesta sem væru líklegir til að vera hlutahafar til lengri tíma. Þannig átti ég von á að þarna væri fyrst og fremst um að ræða lífeyrissjóði, með þeim kostum og göllum sem því fylgir svo og öðrum stærri fjárfestingarsjóðum og fjárfestingaraðilum.“

Bryndís segist ekki hafa haft hugmynd um að starfsmenn og stjórnendur bankans, eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins yrðu á meðal kaupenda. „Og það fyrir nokkra tugi miljóna. Þaðan af síður gat ég ímyndað mér að faðir fjármálaráðherra yrði meðal kaupenda,“ segir hún.

„Listin yfir kaupendur er því svekkelsi. Ég er ánægð með ákvörðun fjármálaráðherra að birta listann þrátt fyrir ráðleggingar Bankasýslunnar um annað, auðvitað eigum við að vita hverjir fengu að kaupa í þessum áfanga.“

Bryndís vísar í eldri grein sem hún skrifaði um söluna á Íslandsbanka og segir svo að hún sé sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að selja bankann. „Ég tel að regluverkið í kringum bankakerfið okkar sé gott. Ég tel það hárrétta ákvörðun hjá fjármálaráðherra að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á söluferlinu,“ segir hún.

„Traust og trúverðugleiki er það sem skiptir mestu máli þegar kemur að sölu ríkiseigna. Ríkiseigur á aldrei að selja nema í gegnsæi, sanngjörnu og réttlátu ferli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn