fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Eyjan

Katrín segir að ráðherrar sem fylgja ekki siðareglum meti sjálfir stöðu sína – Fjarvistarsönnun fyrir fúski og spillingu segir Atli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 09:00

Ummæli Sigurðar Inga hafa vakið mikla reiði í samfélaginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ráðherra gerir það ekki þarf hann að meta stöðu sína, enda ábyrgð á störfum og háttsemi hjá honum sjálfum,“ segir í svari Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til Fréttablaðsins vegna ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins um litarhaft Vigdísar Häsler. Ummælin brjóta gegn siðareglum ráðherra.

Í svari Katrínar kom einnig fram að ráðherrar sitji í umboði þingflokka sinna og sem kjörnir fulltrúar í umboði kjósenda sinna. „Þessir aðilar geta haft áhrif á setu þeirra, meti þeir atvik eða breytni svo að ekki sé lengur traust á störfum ráðherrans í hverju tilviki fyrir sig. Þá getur þingið samþykkt vantrauststillögu á hendur einstaka ráðherrum eða á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans. Gerðar eru ríkari kröfur til ráðherra í ríkisstjórn en til annarra um háttsemi,“ segir einnig í svari hennar við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Í fyrradag sagði Katrín á þingi að hún muni ekki gera kröfu um að Sigurður Ingi stígi til hliðar. „Það liggur algerlega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásættanleg,“ sagði hún og bætti við að einnig verðum við að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og Sigurður Ingi hafi gert.

Atli Þór Fanndal, hjá Íslandsdeild Transparency, sagði í samtali við Fréttablaðið að Katrín hefði átt að þrýsta á afsögn Sigurðar Inga: „Það er of boðslega sorglegt að horfa upp á að pólitískt framlag Katrínar sé að nýta það traust sem hefur verið borið til hennar sem fjarvistarsönnun fyrir fúski og spillingu, að hún verji hegðun sem er ekki réttlætanleg.“

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“