fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Þvertekur fyrir að Sigurður Ingi hafi viðhaft rasísk ummæli – „Þetta er algjört bull“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 16:33

Ingveldur Sæmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, segir það af og frá að ráðherrann hafi viðhaft rasísk ummæli á gleðskap í tilefni af Búnaðarþingi í vikulok. „Þetta er algjört bull,“ segir Ingveldur.

Sú saga hefur farið sem eldur um sinu alla helgina að tvær uppákomur hafi átt sér stað á umræddum gleðskap. Annarsvegar að Sigurður Ingi hafi vísað til Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna  sem „hinnar svörtu“ og að soðið hafi upp úr milli Gunnars Þorgeirssonar, formanns BÍ, og Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins.

Þess ber að geta að blaðamenn DV höfðu það frá heimildarmönnum sem voru á vettvangi að að Sigurður Ingi hefði látið ummælin falla og sú saga hefur farið sem eldur um sinu alla helgina.

Sjá einnig: Leiðtogar Framsóknar í vandræðum eftir uppákomur á Búnaðarþingi – Formaðurinn BÍ rekinn burt og rasísk ummæli sögð höfð uppi

Ingveldur vísar því hins vegar alfarið á bug. Hún segist ekki hafa neytt áfengis þetta kvöld og staðið við hlið Sigurðar Inga þegar til stóð að taka mynd þar sem viðstaddir ætluðu að halda á Vigdísi í einskonar planka. Segir Ingveldur að Sigurði Inga hafi ekki litist vel á hugmyndina og þá látið þau orð falla að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn