fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

5 af 6 efstu frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík búa í Vesturbænum – „Þetta prófkjör hafnar fulltrúum úthverfa“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 19:00

Myndin er samsett - Gísli Þór (til vinstri), Hildur Björns (fyrir miðju), Ragnhildur Alda (til hægri)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík vakti töluverða athygli um helgina og niðurstöður úr því sömuleiðis. Ekki eru allir Sjálfstæðismenn himinlifandi með niðurstöðuna en Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem er svekktur. Egill Þór, sem er úr Breiðholtinu, vill meina að prófkjörið hafni fulltrúum úthverfa og má vel vera að eitthvað sé til í því.

Í efstu 6 sætum listans eru nefnilega 5 einstaklingar sem koma allir af sama svæðinu, úr Miðbænum og Vesturbænum. Miðað við niðurstöður úr skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Vísi í mánuðinum mun Sjálfstæðisflokkurinn ná inn 6 borgarfulltrúum í kosningunum í vor.

Efstu 6 sætin verma þau Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason og Friðjón R. Friðjónsson. Dreifingin á þessum 6 efstu á listanum er ekki mikil þar sem öll nema Björn búa í póstnúmerum 101, 102 og 107 í Reykjavík, öll í Vesturbænum. Björn er eini sem býr fyrir utan það svæði og býr hann lengst frá miðpunkti höfuðborgarinnar af þessum 6, í 110 Reykjavík.

Egill Þór skýtur á þettta í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni eftir að niðurstöður úr prófkjörinu lágu fyrir:

„Flokknum bíður krefjandi verkefni fyrir næstu kosningar. Við sem tókum þátt fyrir fjórum árum sátum á fjölbreyttum lista er varðar dreifingu milli póstnúmera og bakgrunn. Úrslit á kjördegi 2018 skiluðu yfir 30% fylgi fyrir flokkinn í fyrsta sinn í Reykjavík í langan tíma. Þetta prófkjör hafnar fulltrúum úthverfa, þar sem flokkurinn sækir fylgi sitt hvað mest. Það vekur upp spurningar.“

Egill sóttist eftir 6. sæti á listanum en fékk ekki eitt af 11 efstu sætunum í prófkjörinu. Það er því harla ólíklegt að hann myndi komast inn sem borgarfulltrúi og því segist hann kveðja borgarmálin í færslunni. Þrátt fyrir niðurstöðuna óskar hann nýja listanum til hamingju með kjörið og auk þess þakkar hann þeim sem studdu hann síðustu vikur og mánuði í hans verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur