fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Einar leiðir Framsókn í Reykjavík – Árelía Eydís skipar annað sætið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. mars 2022 21:44

Efstu fimm á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, fyrrum fréttamaður og stjórnmálafræðingur, leiðir lista Framsóknar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið. Listinn var samþykktur á auka kjördæmaþingi á Hilton Reykjavík Nordica nú í kvöld.

Í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, laganemi og í því fjórða er er Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður. Í fimmta sæti er Þorvaldur Daníelsson, stofnandi Hjólakrafts og MBA.

„Ég er mjög þakklátur að fá að leiða lista þessa öfluga framsóknarfólks sem vill láta gott af sér leiða fyrir Reykvíkinga. Listinn er skipaður fólki með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu af málefnum borgarinnar. Ég finn mikinn meðbyr með Framsókn og síðustu daga hafa fjölmargir gefið kost á sér til þess taka þátt í starfinu. Það er greinilegt að borgarbúar vilja geta kosið ferskan og öfgalausan valkost á miðju stjórnmálanna sem vantað hefur undanfarið kjörtímabil. Framsókn er flokkur fjölskyldunnar og í borgarmálunum er verk að vinna“ sagði Einar Þorsteinsson, nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík.

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur komið víða við í störfum sínum og býr yfir umfangsmikilli reynslu. Einar fagnar framboði hennar.

„ Ég vil taka þátt í samfélagi mínu með því að byggja upp traust í garð borgaryfirvalda og styðja við fjölskyldur. Í öðru lagi með því að hafa forystu um umhverfisvernd og jafnrétti í víðtækum skilningi þess orðs; Í þriðja lagi með því að efla sköpun með því að styðja við frumkvöðlastarf, menntastofnanir, íþróttastarf, listir og menningu.

Á listanum eru 24 karlar og 22 konur.  Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ráðherra, er í heiðurssæti listans.

Hér má sjá listann í heild sinni:

  1. Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
  2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
  3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
  4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
  5. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
  6. Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
  7. Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
  8. Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
  9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur
  10. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
  11. Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður
  12. Tetiana Medko, leikskólakennari
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi