fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Aðalheiður segir að það stefni í lögregluríki hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 09:15

Aðalheiður Ámundadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í morgun þá hefur Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, lagt fram frumvarpsdrög að auknum rannsóknarheimildum lögreglunnar til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Með þeim verður lögreglunni veittar víðtækar heimildir til eftirlits með fólki sem er ekki grunað um afbrot.

Frumvarpsdrögin eru umfjöllunar Aðalheiðar Ámundadóttur í leiðara Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Lögregluríki“.

Aðalheiður segir að samkvæmt drögunum muni lögreglan fá víðtækar heimildir til eftirlits með fólki sem er ekki grunað um afbrot og geti fylgst með því í lengri eða skemmri tíma, tekið myndir af því og safnað ýmsum upplýsingum.

„Ekki er hægt að skilja frumvarpið öðruvísi en að upplýsingum úr eftirlitskerfum, af samfélagsmiðlum, frá uppljóstrurum og almennum borgurum verði safnað í miðlægan gagnagrunn auk persónuupplýsinga fólks sem lögregla getur aflað hjá stjórnvöldum og stofnunum í því skyni að koma í veg fyrir að það fremji landráð eða aðra glæpi gegn stjórnskipan ríkisins. Þeir sem eru í mestri hættu á að sæta þessu fyrirhugaða eftirliti lögreglu eru grunaðir hryðjuverkamenn, fólk sem lögregla telur hættulegt vegna þess að það aðhyllist „öfgakennda hugmyndafræði“ og fólk sem talið er líklegt til skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir hún.

Því næst bendir hún á að ólíkt því sem við eigum nú að venjast þá sé ekki miðað við að þetta eftirlit fari fram vegna rannsóknar á brotum sem hafa verið framin heldur vegna mögulegra brota sem verði hugsanlega framin í framtíðinni. „Þótt vissulega sé það göfugt markmið að koma í veg fyrir glæpi vita flestir sem hafa kynnt sér muninn á lögregluríkjum og réttarríkjum að hættan á misnotkun víðtækra rannsóknarheimilda gagnvart saklausu fólki er mikil. Hryðjuverkamenn gætu sprottið upp eins og gorkúlur og mikil fjölgun orðið í helstu glæpaklíkum landsins. Þess vegna er eins gott að eftirlit með notkun lögreglunnar á þessum nýju njósnaúrræðum sé ekki síður umfangsmikið,“ segir hún og bætir við að frumvarp ráðherra virðist þó bregðast hvað þennan þátt varðar. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sé kölluð til leiks í frumvarpinu en hún fái ekki upplýsingar um eftirlitið nema lögreglan skýri henni sjálf frá því. Það beri lögreglunni ekki að gera nema eftirlitinu hafi verið hætt og ljóst hafi orðið að enginn glæpur var í bígerð.

„Fréttablaðið fjallaði fyrst um þessi áform dómsmálaráðherra í desember síðastliðnum. Þá virtust borgararnir hafa meiri áhyggjur af heimsfaraldri. Nú þegar ljóst er í hvaða átt ráðherra stefnir, verðum við að taka umræðuna,“ segir hún síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur