fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Eyjan

Hildur segir loforð Dags kosningaútspil – „Borgarstjóri hefur fyrir löngu glatað öllum trúverðugleika gagnvart foreldrum í málinu“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 19:18

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Biluð plata,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í kosningunum í vor, um frétt þess efnis að byrjað verði að taka á móti 12 mánaða gömlum börnum í leikskóla Reykjavíkur í haust.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg verður byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum í leikskóla borgarinnar í haust og mun innritun í þau pláss hefjast síðar í þessum mánuði. „Hér birtist enn á ný dæmigert kosningaútspil Samfylkingarinnar í Reykjavík,“ segir Hildur um tilkynninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni.

„Kosningar eftir kosningar lofar borgarstjóri öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur, en efndirnar eru engar. Borgarstjóri hefur fyrir löngu glatað öllum trúverðugleika gagnvart foreldrum í málinu.“

Hildur er ekki sú eina sem furðar sig á þessu loforði borgarinnar. Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður á Stundinni, birti færslu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann segist vonast eftir því að tveggja ára barnið sitt fái þá kannski líka pláss í haust með eins árs börnunum.

Hildur segist ætla að gera það að sérstöku forgangsmáli sínu að leysa biðlistavanda leikskólanna. „Tryggja þarf öllum börnum öruggt leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Þar duga ekki orðin tóm. Verkefnið þarf að setja í hendur fólks sem þekkir veruleika foreldra leikskólabarna – og hikar ekki við að framkvæma,“ segir hún.

Að lokum segir Hildur að það sé kominn tími fyrir breytingar í Reykjavík. „Það er kominn tími á nýtt fólk og nýjar áherslur í borginni. Ég minni á prófkjör Sjálfstæðisflokksins sem fer fram dagana 18. og 19. mars næstkomandi. Ég gef kost á mér í 1. sæti listans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“