fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Eyjan

Svona líta refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi út

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 07:25

Fánar ESB og Rússlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar aðildarríkja ESB komu saman til fundar í Brussel í gær til að ræða innrás Rússa í Úkraínu og hvaða refsiaðgerða eigi að grípa til gegn Rússum. Charles Michel, forseti ESB, sagði að fundi loknum að refsiaðgerðirnar verðir „sársaukafullar fyrir rússnesku stjórnina“.

Ursula von der Leyen, formaður Framkvæmdastjórnar ESB, sagði að refsiaðgerðirnar samanstandi af fimm þáttum.

Sá fyrsti er fjármálageirinn en 70% af rússneska bankamarkaðnum verða fyrir áhrifum af refsiaðgerðunum. Von der Leyen sagði að aðgerðirnar muni gera að verkum að lokað verður á aðgang Rússa að mikilvægustu fjármálamörkuðum heims. Það mun auka kostnað þeirra við lántöku og valda aukinni verðbólgu í Rússlandi.

Annar þátturinn eru aðgerðir sem beinast gegn rússneska orkugeiranum. ESB mun banna útflutning á mikilvægum búnaði fyrir olíuhreinsistöðvar til Rússlands. Það mun gera að verkum að Rússar geta ekki uppfært olíuvinnslustöðvar sínar. Von der Leyen sagði að Evrópa væri of háð Rússum varðandi orku og nú verði að gera allt sem hægt er til að draga úr vægi olíu, gass og kola frá Rússlandi.

Þriðji þátturinn er flutningageirinn en ESB mun banna sölu á öllum varahlutum í flugvélar. Þetta mun hafa mikil áhrif á rússneska fluggeirann og veikja samgöngur í landinu. Þrír fjórðu hlutar af þeim flugvélum sem eru notaðar í Rússlandi eru smíðaðar í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Fjórði þátturinn er að aðgangur Rússa að mikilvægri tækni verður takmarkaður. Von der Leyen sagði að þetta muni koma í veg fyrir að Rússar geti nútímavæðst.

Fimmti þátturinn er að reglur um vegabréfsáritanir verða hertar. Rússneskir diplómatar og kaupsýslumenn munu ekki lengur hafa eins góðan aðgang að ESB eins og áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“