fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Myndband af hugrakkri úkraínskri konu fer sigurför um Internetið – „Hvað í fjandanum ertu að gera í landinu okkar?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 08:25

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af úkraínskri konu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og víðar á Internetinu síðustu klukkustundir. Óhætt er að segja að konan sé hugrökk og kalli ekki allt ömmu sína. Hún sést ganga að rússneskum hermönnum og hella sér yfir þá.

Á myndbandinu, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, sést konan ganga að rússneskum hermönnum og krefja þá svara um hvað þeir séu að gera í landinu hennar. Þetta átti sér stað í borginni Henichesk.

„Hvað í fjandanum ertu að gera í landinu okkar?“

„Þú ættir að setja sólblómafræ í vasana þína svo þau vaxi á úkraínskri jörð eftir að þú deyrð.“

Þetta sagði konan við hermennina og hafa netnotendur hyllt hana og margir hafa sagt að þessu hefðu þeir ekki þorað.

„Svo hugrökk kona að þora að standa upp í hárinu á ofbeldismönnum.“

„Algjörlega frábært. Ef allir í Úkraínu eru svona kaldir munu Rússar ekki sigra.“

Var meðal þess sem netnotendur hafa sagt um atburðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi