fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Segja að verið sé að hrekja venjulegt fólk úr stjórnum lífeyrissjóða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 09:00

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur að undanförnu hert hæfisskilyrði sem fólk þarf að uppfylla til að geta átt sæti í stjórnum lífeyrissjóða. Forsvarsmenn stéttarfélagsins Framsýnar gagnrýna eftirlitið fyrir þetta og segja að með þessu sé almennum sjóðfélögum gert erfitt fyrir með að taka þátt í stjórnun lífeyrissjóða og með þessu sé venjulegt fólk útilokað frá því að sitja í stjórnum þeirra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Aðalsteini Á. Baldurssyni, formanni Framsýnar, að hann sjái ekki betur en verið sé að hrekja venjulegt fólk úr stjórnum lífeyrissjóðanna.

Morgunblaðið segir að á vefsíðu Framsýnar komi fram mjög erfitt sé að fá sjóðfélaga í stéttarfélögunum til að taka þátt í stjórnunarstörfum Lífeyrissjóðsins Stapa þar sem Fjármálaeftirlitið virðist sífellt vera að herða hæfnikröfur til stjórnarmanna. Segir að miðað við þróun síðustu ára virðist eingöngu vera horft til háskólamenntunar þegar Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort stjórnarmenn skuli gangast undir munnlegt hæfnismat.

Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði skulu stjórnarmenn „búa yfir nægri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt,“ en ekki er tiltekið að þeir þurfi að hafa lokið háskólaprófi.

Morgunblaðið hefur eftir Aðalsteini að kallað hafi verið eftir að sjóðfélagar fjalli sjálfir um mál sín í stjórnum lífeyrissjóða og þurfi ekki að hafa prófgráður í fjármálastjórnun til þess, almenn og víðtæk þekking á starfsemi sjóðanna eigi að duga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi