fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

„Eitt versta dæmið og sannarlega það stærsta um fjármálaafglöp“ segir Dagur um ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 08:00

Dagur B Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2006 seldu Reykjavíkurborg og Akureyrarbær ríkinu hluti sína í Landsvirkjun. Borgin fékk rúmlega 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær rúmlega 3 milljarða. Ekki var um beinar greiðslur að ræða því þær voru inntar af hendi í formi lífeyrisskuldbindinga. Sjálfstæðismenn voru við stjórnvölinn í Reykjavík og á Akureyri þegar samið var um söluna. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að salan hafi verið hneyksli og það sama segir bæjarfulltrúi á Akureyri sem greiddi atkvæði gegn henni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Degi að ríflega tvöföldun hagnaðar Landsvirkjunar á milli ára undirstriki að salan á hlut borgarinnar hafi verið hneyksli.

Landsvirkjun hagnaðist um 30 milljarða á síðasta ári og lagt er til að 15 milljarðar verði greiddir í arð. Ef borgin ætti enn sinn hlut í virkjuninni fengi hún 6-7 milljarða í sinn hlut en hún átti 44,5% hlut í fyrirtækinu. Akureyrarbær átti 5,5% og hefði því fengið um 750 milljónir í sinn hlut.

„Sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á 46 prósenta hluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var algert hneyksli. Verðið var allt of lágt,” er haft eftir Degi sem sagðist hafa gagnrýnt söluna harðlega á sínum tíma og nú sé öllum ljóst að sú gagnrýni hafi verið réttmæt. „Borgin fékk innan við 30 milljarða í sinn hlut fyrir Landsvirkjun á sínum tíma sem er mörg hundruð milljarða virði,“ er haft eftir honum.

„Þetta er eitt versta dæmið og sannarlega það stærsta um fjármálaafglöp á sveitarstjórnarstigi á Íslandi,“ sagði hann einnig og bætti við að Sjálfstæðisflokknum bæri skylda til að gera málið upp og biðjast afsökunar.

Oddur Helgi Halldórsson, oddviti L-listans á Akureyri, var eini bæjarfulltrúinn sem greiddi atkvæði gegn sölunni á sínum tíma. Hann segir að salan hafi verið dýrustu mistökin í stjórnun Akureyrarbæjar frá upphafi.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi