fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

„Það sam­svar­ar um 12 millj­óna skuld­setn­ingu á hverja vísi­tölu­fjöl­skyldu í borg­inni“

Eyjan
Föstudaginn 18. febrúar 2022 18:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, freistar þess nú að fá að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi borgarstjórakosningum. Hún telur að fjármál borgarinnar séu í miklum ólestri og að þar vegi launakostnaður þungt.  Nái Hildur kjöri sem næsti borgarstjóri ætlar hún að láta gera fjármála- og stjórnkerfisúttekt í borginni. Þetta kom fram í pistli sem hún ritaði í Morgunblaðinu í gær.

„Staðreynd­in er því miður sú að fjár­mál Reykja­vík­ur­borg­ar hafa um langa hríð verið í ólestri. Þrátt fyr­ir stöðugan tekju­vöxt og út­svar í lög­leyfðu há­marki standa tekj­ur borg­ar­inn­ar ekki und­ir kjarn­a­rekstri.“

12 milljónir á hverja vísitölufjölskyldu í skuldir

Hildur segir að núverandi meirihluti í borginni hafi leitað margra leiða til að „stoppa í gatið“.

„Ann­ars veg­ar með arðgreiðslum úr Orku­veit­unni – í stað þess að lækka gjald­skrár – en hins veg­ar auk­inni lán­töku. Heild­ar­skuld­ir borg­ar­inn­ar hafa vaxið úr 299 millj­örðum í 400 millj­arða á kjör­tíma­bil­inu. Það sam­svar­ar um 12 millj­óna skuld­setn­ingu á hverja vísi­tölu­fjöl­skyldu í borg­inni. Þessi aukna skuld­setn­ing er í takt við þróun und­an­geng­inna ára.“

Núverandi fyrirkomulag – að halda borginni gangandi með skuldsetningu og arðgreiðslum úr fyrirtækjum í almannaeigu – geti ekki gengið upp til lengdar. Dagurinn komi þar sem skuldir þarf að greiða.

Betra væri að selja Ljósleiðarann

Ekki gefur Hildur heldur mikið fyrir hugmyndir borgarfulltrúa Viðreisnar um sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða.

„Nú síðast hafa full­trú­ar Viðreisn­ar slegið sig til ridd­ara með yf­ir­lýs­ing­um um sölu­ferli Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða. Sann­ar­lega þarf borg­in að draga sig úr sam­keppn­is­rekstri. Mal­bik­un­ar­stöðin hef­ur hins veg­ar verið eyðilögð sem sölu­vara með for­dæma­lausu klúðri í lóðamál­um fé­lags­ins. Eina raun­hæfa aðgerðin er hugs­an­lega að hætta rekstri og selja tæki og tól á markaði.“

Þar að auki geti þessi sala lítið slegið á stöðuna í fjármálum borgarinnar og betra væri að nýta Ljósleiðarann til slíks.

„Frem­ur mætti beina sjón­um að sölu Ljós­leiðarans, enda varla hlut­verk borg­ar­inn­ar að sjá íbú­um fyr­ir nettengingu sem markaður­inn er full­fær um að bjóða! Enn síður er það hlut­verk borg­ar­inn­ar að sjá íbú­um annarra sveit­ar­fé­laga fyr­ir ljós­leiðara.“

Sérkennileg áhersla

Hildur segir að Degi B. Eggertssyni sé tamt að skreyta sig með stórum hugmyndum og vissulega sé nauðsynlegt að hafa framtíðarsýn. Það þurfi þó líka að horfa raunsætt á stöðuna og muna eftir grundvallarhlutverki borgarinnar.

„Störf­um á veg­um borg­ar­inn­ar hef­ur fjölgað um 20% á kjör­tíma­bil­inu, og veg­ur launa­kostnaður þyngst í framúr­keyrslu rekstr­aráætl­un­ar. Hlut­fall borg­ar­starfs­manna af vinn­andi fólki í borg­inni er það lang­sam­lega hæsta á höfuðborg­ar­svæðinu. Fjölg­un op­in­berra skrif­stofu­starfa hef­ur borg­ar­stjóri rétt­lætt sem efna­hagsaðgerð – borg­in skapi störf í heims­far­aldri. Það er sér­kenni­leg áhersla enda eðli­legra að styðja mynd­ar­lega við at­vinnu­líf svo verja megi störf og skapa ný – styðja við frum­kvæði og fram­tak með lægri álög­um og sveigj­an­legri stjórn­sýslu.“

Hildur segir það ekki hlutverk sveitarfélags að „skapa störf án tilgangs“ heldur sé það hlutverk sveitarfélaga að veita íbúum þess öfluga grunnþjónustu.

„Þessu virðist borg­ar­stjóri hafa gleymt. Leik­skóla­mál eru í ólestri, hús­næðis­skort­ur­inn áþreif­an­leg­ur og sam­göngu­vand­inn fer vax­andi. Í borg­ina skort­ir öfl­uga innviði svo tryggja megi öfl­uga þjón­ustu og frjálsa val­kosti.“

Útvega stjórnmálamönnum skotsilfur

Hildur telur að það verði ekki hægt til lengdar að reka borgina á sjálfstýringu og hún geti ekki vaxið án þess að henni sé veitt aðhald. Til þess þurfi aga og eins þurfi að fara vel með fjármuni og muna eftir grundvallarhlutverk borgarinnar.

„Við eig­um ekki að taka að okk­ur verk­efni sem hafa þann eina til­gang að út­vega stjórn­mála­mönn­um skotsilf­ur.

Borg­ar­stjórn á að veita borg­ur­un­um nauðsyn­lega þjón­ustu, á sem hag­kvæm­ast­an hátt, og með þeim hætti að vel­sæld kom­andi kyn­slóða sé ekki teflt í tví­sýnu.

Ég sæk­ist eft­ir því að verða borg­ar­stjóri. Nái ég kjöri mun ég fyr­ir­skipa fjár­mála- og stjórn­kerf­isút­tekt í borg­inni sem unn­in verður af fær­ustu sér­fræðing­um. Leitað verði leiða til að ein­falda stjórn­kerfið, hagræða og auka skil­virkni. Það verður for­gangs­mál – enda traust­ur fjár­hag­ur und­ir­staða framúrsk­ar­andi þjón­ustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi