fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Þorbjörg segir að kostnaður vegna ráðuneyta hafi verið aukinn um tvo milljarða bara til að fækka ekki ráðherrum VG

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 15:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við myndun núverandi ríkisstjórnar síðla hausts 2021 var ráðuneytum og ráðherrum fjölgað og er kostnaður vegna þessarra breytinga yfir 1,8 milljarðum króna. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að þessar breytingar hafi haft þann einan tilgang að treysta valdahlutföll á milli stjórnarflokkanna og tryggja þrjá ráðherra til VG þrátt fyrir mikið fylgistap flokksins í kosningunum.

Þetta kemur fram í grein Þorbjargar í Morgunblaðinu í dag. 

Þorbjörg bendir á að ríkissjóður sé nú rekinn með miklum halla og sparnaðar sér víða þörf:

„Við af­greiðslu fjár­laga í des­em­ber síðastliðnum var gert ráð fyr­ir að rík­is­sjóður verði rek­inn með tæp­lega 170 millj­arða halla þetta árið. Fram und­an er krefj­andi tími fyr­ir ríkið sem og al­menn­ing. Kom­andi kjara­samn­ing­ar í skugga verðbólgu og vaxta­hækk­ana. Í tengsl­um við verðbólgu og vaxta­hækk­an­ir tal­ar fjár­málaráðherra um að það þurfi að vanda sig í op­in­berri fjár­mála­gerð og áætlana­gerð til næstu ára. Hann hef­ur minnt á að laun og launa­kostnaður hafi í fyrra hækkað um sjö og hálft pró­sent. Engu að síður komst hann að þeirri niður­stöðu eft­ir átta vikna stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður að skyn­sam­legt væri að fjölga ráðuneyt­um og auka hraust­lega við launa­kostnað við Stjórn­ar­ráðið en biðla kannski bara til annarra að vanda sig.“

Þorbjörg bendir á að ráðuneytum hafi verið fækkað niður í átta árið 2012 með sameiningu ráðuneyta. Þar hafi ráðið sá veruleiki að stærri ráðuneyti séu hagkvæmari stjórnsýslueiningar. Nú sé þessu snúið við með tilheyrandi kostnaði, eingöngu til að treysta valdahlutföll milli flokkanna. Engin knýjandi þörf sé að baki fjölgun ráðuneyta:

„Að baki fjölg­un ráðuneyta býr auðvitað eng­in knýj­andi þörf. Eng­in önn­ur en að fjölga ráðherr­um svo valda­hlut­föll­in milli stjórn­ar­flokk­anna hald­ist. Millj­arðakap­all­inn er af­leiðing þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn samþykktu að Vinstri græn héldu þrem­ur ráðherra­stól­um þrátt fyr­ir tölu­vert fylg­istap VG og gjaldið fyr­ir að lang­minnsti flokk­ur­inn í sam­starf­inu fái samt að leiða rík­is­stjórn­ina. Þá þurfti að jafna leik­inn með því að fjölga ráðherr­um. Hér þarf að segja hið aug­ljósa: Fyr­ir það borg­ar al­menn­ing­ur og fyr­ir­tæk­in í land­inu.“

Yfirskrift og lokaorð greinar Þorbjargar eru eftirfarandi: „Hvað eru tveir milljarðar á milli vina?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi