fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Eyjan

Breskur ráðherra varar við sömu mistökunum og voru gerð með Þýskaland nasista

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 07:00

Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, í viðtali við Sunday Times hafa vakið mikla athygli en í viðtalinu gagnrýndi hann ákveðin ríki á Vesturlöndum fyrir að vera of „mjúk“ gagnvart rússneskum stjórnvöldum í tengslum við Úkraínudeiluna.

Ef marka má orð Wallace þá eru Vesturlönd að gera sömu mistök með Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og þau gerðu varðandi Adolf Hitler í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar.

Í viðtalinu varar hann við því að of vægt sé tekið á liðssöfnun Rússa við úkraínsku landamærin. Hann líkir stöðunni við þá eftirgjöf sem átti sér stað gagnvart þýskum nasistum á fjórða áratugnum.

Hann segir að Pútín geti látið til skara skríða hvenær sem er og gefur í skyn, án þess að nefna nokkur nöfn, að sum ríki gangi ekki fram af nægilegri festu gagnvart Pútín.

„Það getur vel verið að hann (Pútín, innsk. blaðamanns) drepi bara á skriðdrekunum og að við förum öll aftur heim en þetta lyktar svolítið af München hjá sumum á Vesturlöndum,“ sagði hann.

Sunday Times segir að með þessum orðum sé hann að vísa í Münchensamninginn þar sem nasistum var afhentur hluti af þáverandi Tékkóslóvakíu  til að reyna að koma í veg fyrir stórstyrjöld. Ári síðar hófst síðari heimsstyrjöldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?