fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Veðrið getur sett strik í reikninginn ef Rússar ætla að ráðast á Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 17:00

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um leið og hernaðarsérfræðingar, stjórnmálamenn og hermenn fylgjast með álengdar og bíða eftir hvort Rússar muni ráðast á Úkraínu fylgjast þeir eflaust vel með veðurspám. Því veður getur svo sannarlega skipt miklu máli ef Rússar ákveða að ráðast á Úkraínu.

Öldum saman hafa herlið staðið frammi fyrir erfiðum aðstæðum í Úkraínu þegar átök hafa staðið yfir. Ástæðan er að á hverju vori breytast slétturnar í illfært leðjusvað. Rússar hafa oft notið góðs af þessu þegar ráðist hefur verið á landið en nú gæti þetta valdið her þeirra vanda.

Í Rússlandi og Úkraínu er orðið „rasputitsa“ notað yfir þetta fyrirbæri en orðið þýðir „vegalausi tíminn“ en hann skellur á á hverju vori og hausti þegar snjór og ís bráðna og þegar miklar haustrigningar breyta vegum og landslaginu í risastórt leðjusvað.

Þetta leðjusvað verndaði Rússa gegn innrás Napóleons 1812 og Þjóðverja 1941. En nú gæti leðjan gert rússneska hernum erfitt fyrir ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ákveður að senda rússneska herinn inn í Úkraínu.

Kirill Mikhailov, hernaðarsérfræðingur hjá CiT samtökunum sem fylgjast með rússneska hernum, sagði í samtali við Washington Post að það sé mjög óheppilegt að gera innrás að vori til. Landslagið gjörbreytist. Ef gera eigi innrás verði að gera hana í janúar eða febrúar.

CNN segir að gögn frá Copernicus veðurgervihnetti ESB sýni að janúar hafi verið hlýrri og blautari í stórum hluta Austur-Evrópu en venja er. Í Úkraínu var hitinn 1 til 3 gráðum yfir meðallagi. Þetta og meiri úrkoma þýðir minna frost og meiri leðja. Veðurspáin næstu daga gerir einmitt ráð fyrir hita en ekki frosti í austanverðri og norðanverðri Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi