fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Eyjan

Jón Steinar segir að lögbrot hafi verið framið þegar hann var skipaður hæstaréttardómari

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 07:09

Jón Steinar Gunnlaugsson. Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum dómari við Hæstarétt, segir að lögbrot hafi verið framið þegar hann var skipaður dómari við Hæstarétt 2004.

Þetta kemur fram í grein sem Jón Steinar skrifar í Morgunblaðið í dag en hún ber fyrirsögnina „Minna en hálf sagan sögð.“

Tilefni skrifa Jóns Steinars er að nýlega kom bókin „Hæstiréttur Íslands í hundrað ár“ út. Það er Hæstiréttur sem gefur bókina út og var Arnþór Gunnarsson, sagnfræðingur, fenginn til að skrifa bókina. Yfir honum var síðan ritnefnd sem Hæstiréttur skipaði og áttu meðal annars fyrrverandi dómarar við réttinn sæti í henni.

„Í nýjustu útgáfu netmiðilsins Stundarinnar er að finna grein um hluta af efni þessarar bókar. Þar er einkum fjallað um það sem í bókinni segir um skipan tveggja dómara að réttinum á árunum 2003 og 2004. Þeir eru Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem ennþá er starfandi, og undirritaður, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var skipaður á árinu 2004 en lét af störfum 2012. Meginefni þessarar umfjöllunar er að halda því fram að þessir tveir dómarar hafi verið skipaðir á pólitískum forsendum og ekki verðskuldað starfið. Er m.a. reynt að gera lítið úr þekkingu þeirra á lögfræði,“ segir Jón Steinar og bætir við að þetta skaði hann ekki mikið því sjálfur hafi hann gefið út margar bækur sem séu vitnisburður um hvað hann kunni fyrir sér í fræðunum.

Hann víkur síðan að skipun þeirri sem hann hlaut í embætti Hæstaréttardómara árið 2004 og segir svo sannarlega rétt að brotið hafi verið gegn lögum í tengslum við hana. „Fólst það í ólögmætum ráðstöfunum dómara, sem þá sátu í réttinum, til að reyna að hindra skipun mína. Var það sýnilega vegna gagnrýni minnar sem þeir höfðu ekki treyst sér til að svara. Líklega hefur háttsemi sumra þeirra þá hreinlega verið refsiverð, þó að ég hafi á sínum tíma ákveðið að fylgja því máli ekki eftir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“