fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Eyjan

Pútín segir hugmyndir Macron um evrópsk öryggismál raunhæfar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 17:30

Forsetarnir funduð við sannkallað langborð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór til Moskvu í gær og fundaði með Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Fundur þeirra stóð yfir í fimm klukkustundir en á honum ræddu þeir um Úkraínudeiluna og öryggismál í Evrópu. Að fundi loknum sagði Pútín að fundurinn hafi verið gagnlegur og að hann skipti máli.

Hann sagði að sumar af hugmyndum Macron um öryggismál í Evrópu séu raunhæfar. „Sumar af hugmyndum hans og tillögu er örugglega enn of snemmt að ræða um en ég held að það sé hægt að gera þær að grundvelli fyrir áframhaldandi skrefum,“ sagði Pútín á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna að fundi þeirra loknum.

Macron sagði að á fundinum hafi hann fundið fleti varðandi Úkraínudeiluna þar sem hann og Pútín hafi getað nálgast en enn beri þó margt á milli.

Pútín sagði að þeir hafi sammælst um að ræða saman símleiðis að heimsókn Macron til Úkraínu lokinni en hann hélt þangað eftir fundinn með Pútín. Hann fundar með Volodimir Zelenskij, forseta Úkraínu, í dag.

Macron hefur sagt að það sé forgangsverkefni hans að draga úr spennunni á landamærum Úkraínu en Rússar hafa sent á annað hundrað þúsund hermenn að landamærunum og virðast undirbúa sig undir að gera árás á Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“