fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Rússar sagðir reiðubúnir til allsherjarárásar á Úkraínu – Evrópuríki búa sig undir allt að 5 milljónir flóttamanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. febrúar 2022 16:32

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld segja að nú séu Rússar búnir að flytja svo mikið herlið að landamærum Úkraínu að þeir geti gert allsherjar árás og náð til höfuðborgarinnar Kiev á tveimur dögum. Rússar þvertaka enn fyrir að ætla að ráðast á landið en fáir á Vesturlöndum leggja trúnað á þær afneitanir. Úkraínsk stjórnvöld og stjórnvöld í mörgum Evrópuríkjum búa sig nú undir mikinn flóttamannastraum ef til innrásar kemur. Er talið að allt að 5 milljónir manna muni hugsanlega hrekjast frá landinu og mikill fjöldi muni fara á vergang innanlands.

Segja má að Evrópa hafi verið tekin með buxurnar á hælunum þegar flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi skall á álfunni 2015 og 2016. Nú ætla ríkin í álfunni að vera betur undirbúin fyrir flóttamannastraum og eru byrjuð að undirbúa komu úkraínskra flóttamanna í milljónatali.

Úkraínsk stjórnvöld telja að 3 til 4 milljónir landsmanna muni hrekjast úr landi ef Rússar leggja til atlögu. Það eru tæplega 10% þjóðarinnar. Washington Post segir að samkvæmt mati bandarískra hermálayfirvalda og leyniþjónustustofnana geti innrás Rússa hrakið allt að 5 milljónir Úkraínumanna úr landi.

„Stórt stríð í Úkraínu mun valda evrópskri krísu. Skyndileg koma 3 til 4 milljóna úkraínskra flóttamanna, sem flýja rússneska innrás, verður aðeins eitt af mörgum áhyggjuefnum sem Evrópuríki standa frammi fyrir,“ skrifaði Oleksij Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, nýlega á heimasíðu Atlantic Council hugveitunnar.

Hugveitan Center for European Policy Analysis (CEPA) segir að þýskir og úkraínskir sérfræðingar á sviði málefna flóttafólks og förufólks telji að á bilinu 1,7 til 8 milljónir Úkraínumanna muni hrekjast að heiman ef til stríðs kemur. Flestir muni reyna að flýja til annarra hluta Úkraínu eins og gerðist fyrst eftir að átökin í austurhluta Úkraínu brutust út 2014.

Timo Tonassi, hjá Georgetown University, segist telja líklega að mörg hundruð þúsund Úkraínumenn muni flýja til ESB-ríkja. Það geti enn aukið á klofning aðildarríkja sambandsins hvað varðar móttöku og meðferð flóttamanna.

Munurinn á flóttamannastraumi frá Úkraínu annars vegar og hins vegar frá til dæmis Afríku er að samkvæmt samningi Úkraínu og ESB frá 2017 þurfa úkraínskir ríkisborgarar ekki vegabréfsáritun til ESB og geta farið óhindrað yfir landamærin.

Pólverjar undirbúa sig undir eina milljón flóttamanna

Pólland verður eitt þeirra landa sem verður í framlínunni hvað varðar straum úkraínskra flóttamanna. Landið á 530 km löng landamæri að Úkraínu og pólsk yfirvöld hafa um töluverða hríð undirbúið sig undir flóttamannastraum frá Úkraínu. „Ef það verður stríð í Úkraínu verðum við að vera undirbúin undir gríðarlegan straum raunverulegra flóttamanna, fólks sem flýr frá helvíti, frá dauða, frá hryllingi stríðs,“ sagði Maciej Wasik, varainnanríkisráðherra Póllands, nýlega í samtali við pólska sjónvarpsstöð að sögn The Times. Hann sagði einnig að Pólverjar hafi um hríð undirbúið sig undir að taka við allt að einni milljón flóttamanna. Nú þegar búa 1,5 milljónir Úkraínumanna í Póllandi, flestir komu þangað eftir að átökin í austurhluta Úkraínu hófust 2014.

Slóvakar undirbúa sig einnig undir að taka við úkraínskum flóttamönnum en landamæri ríkjanna eru tæplega 100 km. Jaroslav Nad, varnarmálaráðherra, hefur sagt að búast megi við tugum þúsund flóttamanna ef til „takmarkaðra átaka“ kemur. Tékkar, sem eiga ekki landamæri að Úkraínu, hafa boðið nágrönnum sínum í Slóvakíu aðstoð við móttöku flóttamanna og gæslu á landamærunum að Úkraínu. Hafa þeir boðið fram aðstoð tékknesku lögreglunnar. Löndin eiga í miklu samstarfi en þau mynduðu áður Tékkóslóvakíu og tala íbúar landanna sama tungumálið.

Rúmenar, sem eiga tæplega 600 km landamæri að Úkraínu, búa sig einnig undir að taka við flóttamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi