fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Bandarísk stjórnvöld heimila mikla vopnasölu til Egyptalands

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. janúar 2022 15:30

Herculesflugvél.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir bága stöðu mannréttindamála í Egyptalandi hafa bandarísk stjórnvöld heimilað sölu á flugvélum og ratsjárbúnaði til landsins. Um er að ræða flutningaflugvélar og ratsjárkerfi. Það var utanríkisráðuneytið sem heimilaði þessa sölu á þriðjudaginn.

Margir bandarískir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Egyptalandi en samt sem áður var heimilað að selja landinu 12 Hercules flutningavélar og annan útbúnað fyrir 2,2 milljarða dollara.

Bandarísk stjórnvöld segja að þessi sala muni styrkja getu Egypta til að takast á við núverandi ógnir og ógnir í framtíðinni með því að auka stuðning úr lofti við hersveitir landsins.

Í tengslum við þessi kaup fá Egyptar einnig tækifæri til að kaupa loftvarna- og ratsjárkerfi fyrir 355 milljónir dollara.

Mannréttindasamtök telja að nú séu um 60.000 pólitískir fangar í Egyptalandi en það virðist ekki hafa haft áhrif á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins en í því sambandi má nefna að í september stöðvaði utanríkisráðuneytið afhendingu 130 milljóna dollara þróunaraðstoðar við landið vegna stöðu mannréttindamála. Í nóvember hvatti Antony Blinken, utanríkisráðherra, Egypta til að gera áþreifanlegar og viðvarandi umbætur á mannréttindum í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi