fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Eyjan

Aukin hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 08:00

Bandarísk herþota á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu mánuðum hafa umsvif Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli farið vaxandi og setja æ sterkari svip á völlinn. Mikil umskipti hafa orðið á síðustu misserum og má sjá þau í aukinni umferð herflugvéla, fleiri ökutækjum sem þjónusta vélarnar og önnur umsvif við stóra flugskýlið suðaustan við Leifsstöð en þar er aðstaða fyrir herinn til að búa flugvélar sínar til flugs.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Friðþór Eydal, fyrrum upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sagði að Bandaríkjamenn hafi aukið viðveru sína hér á landi verulega síðan þeir tóku nýjar kafbátaleitarflugvélar í notkun fyrir nokkrum árum. „Nú í seinni tíð hefur herinn verið með allt upp undir sjö leitarvélar í einu, en hverri vél fylgir ekki aðeins tíu manna áhöfn heldur og fjölmennt stuðningslið. Það má segja að herinn sé að byggja upp aðstöðu sína á vellinum frá grunni eftir að hann yfirgaf völlinn haustið 2006, en þessum nýju kafbátaleitarvélum fylgir mikil þjónusta – og hún fer vaxandi,“ er haft eftir honum.

Albert Jónsson, fyrrum sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, sagði að fleiri æfingar og eftirlit hafi valdið auknum umsvifum á vellinum. Til dæmis hafi verið flogið daglega frá Keflavík austur yfir Eystrasalt vegna deilna Rússa og Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?