fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Lækna-Tómas sendir Þórdísi væna pillu – „Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðruvísi“

Eyjan
Sunnudaginn 16. janúar 2022 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, læknir, segir algjört neyðarástand ríkja á Landspítalanum núna og hann furðar sig á því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sé stöðugt að spyrja spurninga um aðgerðir stjórnvalda við COVID-19. Hann telur að það megi lesa úr spurningum hennar að hún haldi að Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni sé að byggja nálgun sína á einhverju öðru en málefnalegu sjónarmiðum og vísindum.

Hann ritar um þetta grein sem birtist hjá Vísi.

Sá tími er ekki kominn

„Víða er erfitt að halda starfsemi gangandi innan veggja spítalans vegna uppsafnaðs álags á starfsfólk og vaxandi fjarveru þess sem rekja má til smita í samfélaginu. Við þekkjum öll marga í nærumhverfi okkar sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun á síðustu vikum og starfsfólk Landspítala og fjölskyldur þeirra eru þar engin undantekning. Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er, og vil því reyna að fræða landsmenn um raunverulega stöðu mála á Landspítala.“

Nefnir hann sérstaklega Þórdísi Kolbrúnu. Hún hafi til dæmis á föstudag í Speglinum sagt að það væri eðlilegt að spyrja hvenær tími takmarkanna borgarlega réttinda væri liðinn.

„Ég get fullvissað ráðherra um að sá tími er ekki kominn, enda upplifir starfsfólk á sumum deildum spítalans stöðuna nú sem sannkallaða neyð, nánast eins og í rústabjörgun. Við erum ekki síður en hún afar þreytt á þessu langvarandi ástandi sem hefur haft gríðarleg áhrif á vinnu okkar, einkalíf og félagslíf sl. tvö ár. Því miður eru hins vegar ekki til neinar nýjar lausnir aðrar en sóttvarnaraðgerðir til að tempra þennan faraldur sem nú geisar sem aldrei fyrr með nýjum áskorunum fyrir þjónustu spítalans.“

Kemur ekki með nein svör eða lausnir

Tómas segir það furðulegt að einn lykilráðherra ríkisstjórnarinnar fari fram með þessum hætti.

„Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum. Þetta á sérstaklega við þegar sami ráðherra kemur ekki með nein svör eða lausnir aðrar en þær sem hafa verið leiðarljós sóttvarnarlæknis í faraldrinum – sem er að draga úr möguleikum veirunnar að berast á milli fólks.“ 

Orðalag spurninga Þórdísar megi stundum varla túlka með öðrum hætti en að hún sé að láta að því liggja að Þórólfur Guðnason sé ekki að byggja mat sit á nauðsyn aðgerða á málefnalegum grunni í samræmi við vísindin.

„Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðru vísi hún telji nálgun sóttvarnarlæknis byggða á einhverju öðru en málefnalegum sjónarmiðum og vísindum á hverjum tíma. Hvar værum við stödd ef ekki hefði verið gripið til stífari sóttvarnaraðgerða hér strax í nóvember? Heppilegra væri að mínu mati að ráðherra spyrji spurninga um aðgerðir á öðrum vettvangi, t.d. á ríkisstjórnarfundum. Þannig kæmust skilaboð ríkisstjórnarinnar betur til skila gagnvart landsmönnum, um leið og stutt væri við bakið á heilbrigðisráðherra, sem skiljanlega getur ekki kafsiglt þjóðarsjúkrahúsið á sinni vakt.“

Björgunarsveitirnar hafa verið kallaðar út

Það hafi reynst best í baráttunni við veiruna að hamla útbreiðslu hennar áður útbreiðslan verður stjórnlaus.

„Heldur einhver að það hefði reynst farsælt að láta til dæmis forsvarsmenn ferðaþjónustunnar stýra sóttvarnaraðgerðum hér á landi? Skiljanlega tala þeir fyrir hagsmunum sinnar starfsgreinar en ráðherrar í ríkisstjórn þurfa að sjá heildarmyndina og hafa hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi.“

Staðan á Landspítalanum sé sú að á flestum skurðdeildum sé aðeins hægt að framkvæma bráðaagerðir og veiku fólki á biðlistum fjölgi daglega. Starfsfólk sé undir ómannúðlegu álagi og hafi einkastofur á borð við Klíníkina, Orkuhúsið og Læknahúsið þurft að loka til að starfsfólk þaðan geti aðstoðað á Landspítalanum.

„Björgunarsveitir hafa einnig verið kallaðar inn til að hjálpa til við yfirsetu sjúklinga. Þetta er því sannkallað neyðarástand. Viðlíka staða hefur aldrei komið áður upp á spítalanum, hvorki í þessum faraldri né á síðustu áratugum. Ef á Íslandi væri her þá væri búið að kalla hann inn, líkt og gert var nýlega á Englandi.“

Starfsfólk Landspítalans sé líka orðið þreytt á ástandinu, en Tómas segir enga aðra leið til að tempra faraldurinn en sóttvarnaraðgerðir. Þjóðin muni komast í gegnum faraldurinn með samtakamætti og mannúð og það þurfi úthald og þrautseigju til að klára þetta.

„Að lokum tvennt. Gleymum ekki þeim sem eru alvarlega veikir af öðrum sjúkdómum en COVID og þurfa að geta reitt sig á þjónustu Landspítala, og göngum ekki svo nærri okkar sérhæfða starfsfólki að það velji sér annan starfsvettvang en Landspítala vegna ómannúðlegs álags.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki