fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Var eftirlýst af lögreglunni – Fannst heima hjá forsætisráðherra Svíþjóðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 22:30

Magdalena Andersson. Mynd :Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan hafði lýst eftir konu frá Níkaragva sem átti að vísa úr landi. Hún hafði ekki fundist en nýlega hafði lögreglan þó upp á henni eftir að hún setti þjófavarnarkerfið á heimili Magdalena Andersson, forsætisráðherra, óvart í gang. Konan starfaði við þrif heima hjá Andersson.

Expressen skýrir frá þessu. Fram kemur að komist hafi upp um konuna skömmu fyrir jól þegar hún setti þjófavarnarkerfið óvart í gang þegar hún var að þrífa heima hjá Andersson.

Konan er á þrítugsaldri. Umsókn hennar um dvalarleyfi hafði verið hafnað og því var hún á skrá lögreglunnar yfir þá sem þurfti að hafa upp á. Þegar lögreglumenn komu á vettvang á heimil Andersson áttuðu þeir sig á að konan var eftirlýst þegar þeir skoðuðu persónuskilríki hennar og önnur gögn.

Andersson segist hafa ráðið konuna til starfa í gegnum hreingerningarfyrirtæki sem hún hafi talið að hefði yfirlit yfir stöðu starfsfólks. Yfirmaður hreingerningafyrirtækisins segist ráða fólk til starfa frá hinum ýmsum ráðningarþjónustum og hafi treyst á að þær myndu tryggja að starfsfólkið væri með dvalarleyfi.

En eitthvað virðast málin vera loðin hjá hreingerningarfyrirtækinu því í ljós hefur komið að það hefur ekki gert kjarasamning við starfsfólkið og forstjóri þess hefur hlotið dóm fyrir skattsvik.

Öryggislögreglan Säpo segir það ekki sitt hlutverk að stýra því hverjir komi inn á heimil forsætisráðherrans. Þetta hefur farið illa í marga stjórnmálamenn sem spyrja sig hvert hlutverk öryggislögreglunnar er þá í að tryggja öryggi æðstu ráðamanna ríkisins.

Andersson er hissa á þessu öllu og segist þurfa að skoða þetta mál betur. En hvað sem því líður þá er ljóst að enginn vill taka ábyrgð á að konan hafi verið ráðin til starfa heima hjá henni án þess að vera með dvalarleyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær