fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Joanna sakaði Björn Inga um útlendingahatur í Kastljósi

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 21:32

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joanna Marcinkowska, verkefnisstjóri ráðgjafarstofu innflytjenda, sakaði ritstjóra Viljans, Björn Inga Hrafnsson, um útlendingahatur í Kastljósi í kvöld. Hún kom til að ræða stöðu bólusetninga hjá innflytjendum og Íslendingum af erlendum uppruna á Íslandi og sagði skrif hans um málið innihalda rangfærslur.

Aðdragandinn er pistill Björns Inga sem birtist á Viljanum í gær. Þar sagði hann „bleika fílinn í stofunni“ vera: „útlendinga sem vinna hér og hafa íslenska kennitölu, en gera annars lítt eða ekkert með sóttvarnaráðstafanir okkar samfélags; neita að fá bólusetningar og leggja því meira á heilbrigðiskerfið okkar og eigin heilsu en ástæða væri til.“

Pistill Björns Inga vakti athygli og skrifað var um hann í fjölmiðlum og hægt er að spyrja sig hvort hann hafi jafnvel orðið til þess að Joanna var fengin í Kastljósið. Þegar hún var spurð um þessi tilteknu skrif Björns sagði hún:

„Ég vil þakka fyrir að þessi umræða sé tekin strax og að þessar rangfærslur fái ekki að grassera í samfélaginu. Ég myndi jafnvel bara kalla þetta útlendingahatur. Fyrst og fremst þegar talað er um útlendinga með íslenskar kennitölur. Það eru ekki útlendingar heldur innflytjendur sem hafa rétt á allri þjónustu eins og Íslendingar.“

Í kjölfarið sagðist hún hafa heyrt sögur um fordóma sem fólk hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og sagði slíkt skaða samfélagið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni