fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Gunnar sakar framkvæmdastjóra SI um dónaskap í garð Ingu Sæland – „Hvað gengur þessum mönnum til?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. september 2021 11:03

Sigurður Hannesson (f.v.), Inga Sæland og Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, sakar Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) um að hafa sýnt Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, fyrirlitningu, á kosningafundi SI sem haldinn var í gær. Gunnar Smári segir á Facebook-síðu sinni:

„Ég var á fundi hjá Samtökum iðnaðarins í dag og ætla hér ekki að endurtaka það sem ég sagði þar, það er hægt að finna það á Netinu ef fólk vill. Ég get bara ekki orða bundist yfir þeirri framkomu sem Inga Sæland varð fyrir að Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra samtakanna og fundarstjóra. Hann sýndu Ingu sömu fyrirlitningu og Einar Þorsteinsson í Kastljósinu fyrir ári eða svo; greip linnulaust fram í fyrir henni og sýndi með látbragði að hann tæki ekkert mark á neinu sem hún sagði. Hvað gengur þessum mönnum til? Er þetta kvenfyrirlitning, fyrirlitning gagnvart öryrkjum, fyrirlitning á öllu sem ekki gengur um í jakkafötum og bugtar sig fyrir Sjálfstæðisflokknum? Kannski á maður ekki að hæla forystufólki í öðrum flokkum í miðri kosningabaráttu, en það er meira vit í Ingu en heilu þingflokkunum sem menn eins og Sigurður og Einar sýna botnlausa virðingu.“

Farið var vítt og breitt yfir þjóðmálasviðið á fundinum en eins og vænta mátti var mikil áhersla lögð á starfsskilyrði fyrirtækja og rætt var um hvernig íslenskt samfélag geti sótt fram í efnahagslegu tilliti og sótt þau tækifæri sem er að hafa í verðmætasköpun. Hægt er að horfa á fundinn í spilara undir þessari frétt Vísis, en atvikið sem Gunnar Smári vísar til átti sér líklega stað rétt upp úr 1:30. Sigurður Hannesson var fundarstjóri og spurði stjórnmálamennina til skiptis út í þau umræðuefni sem tekin voru fyrir hverju sinni á fundinum, en á þessum tímapunkti virtist honum liggja nokkuð á að keyra umræðuna áfram og greip hann nokkrum sinnum fram í fyrir Ingu. Ekkert mat verður hér lagt á réttmæti þess né látbragð hans, en lesendur geta farið inn á Vísi og horft á upptökuna. Eftirfarandi orðaskipti áttu sér stað á þessum tímapunkti:

 Sigurður: Inga, hvað segir þú um innviðina?

Inga: Ég segi um innviðina, að maður hefur séð margt …

Sigurður: Ætlið þið að … ef þú kemst í ríkisstjórn, ætlið þið þá að bæta verulega í fjárfestingar?

Inga: Já við munum verulega …

Sigurður: Er það forgangsmál?

Inga: Við munum byggja upp þá innviði sem nú eru í molum. Við skulum tala um heilbrigðismálin, við skulum tala um…

Sigurður: Ég er kannski meira að tala um efnislega innviði.

Inga: Fyrirgefðu…

Sigurður: Við erum að tala um efnislega innviði líka, vegakerfið, flugvelli, samgöngur…

Inga: Já, skiptir ekki máli í hvað við eyðum peningunum?

Sigurður: Jú, það skiptir máli.

Inga: Skiptir máli að við erum kannski að senda fólk í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar og borga þrisvar sinnum meira en hægt er að semja um hér innanlands? Skiptir það ekki máli?

SH:  Þetta skiptir allt máli.

Inga ræddi síðan um þær ógöngur sem iðnnám væri í og hvað það færi bagalegt að ungt fólk kæmist ekki að í iðnám en þá greip Sigurður snarlega fram í og skipti um umræðuefni.

„Ég ber virðingu fyrir Ingu Sæland“

Sigurður Hannesson skrifar eftirfarandi athugasemd við færslu Gunnars Smára:

„Blessaður Gunnar Smári. Ég ber virðingu fyrir Ingu Sæland og kannast ekki við þessa lýsingu þína hér af fundinum í dag. Inga stóð sig vel á fundinum og hélt sínum sjónarmiðum á lofti.“

Gunnar Smári var sjálfur mjög harðorður í garð Samtaka iðnaðarins á fundinum og gagnrýndi meðal annars bækling sem samtökin hafa gefið út, Hlaupum hraðar, þar sem lagðar eru til 33 tillögur að efnahagsumbótum.

Gunnar Smári og Sigurður áttu eftirfarandi samtal á fundinum:

GSE: Ríkisvaldið er framkvæmdaarmur valds almennings og við byggjum okkar stefnu á fjöldahreyfingum eins og Alþýðusambandinu, Öryrkjabandalaginu, BSRB, sem eru lýðræðisleg samtök þar sem hver maður hefur eitt atkvæði. Samtök iðnaðarins eru ekki slík samtök, þau eru ekki lýðræðisleg samtök.

SH: Hvað hefurðu fyrir þér í því?

GS: Hjá ykkur er atkvæðarétturinn hver króna hefur eitt atkvæði þannig að þeir sem eru fjárhagslega sterkastir fara með völdin inni í ykkar félagi. Þið kallið ykkur Samtök iðnaðarins en þið eru ekki samtök til dæmis Hassans sem rekur saumaverkstæði hérna uppi á Hverfisgötu og gerði við úlpuna mína heldur eruð þið fyrst og fremst að reka hagmuni allra fjársterkustu…

SH: Hassan gæti gengið í samtök Iðnaðarins.

GSE: Ég er að benda á að stjórnmál snúast ekki um það að Samtök iðnaðarins eða Samtök atinnulífsins eða samtök þeirra sem fara með völd í samfélaginu, fjársterkustu aðilanna í íslensku samfélagi komi og setji stjórnmálafólk í einhverja kennslustund og segi, ert þú fylgjandi tækifærunum og rétta manni síðan þennan bækling sem er dýrasti kosningabæklingur þessarar kosningabaráttu, þar sem þið eruð að fara fram á ríkisstyrki, þar sem þið eruð að fara fram á skattaafslætti…

SH: Ég kannast bara ekkert við þetta, Gunnar.

GSE: Ef maður myndi bera þetta saman við hógværar kröfur Öryrkjabandalagsins sem eru að biðja um það að fá að borða út mánuðinn þá eruð þið með kröfur sem eru mörgum mörgum milljörðum hærri en kröfur þess fólks og þið eruð fyrst og fram að tala fyrir hönd einhverra hundrað manna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega