fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Eyjan

Guðmundur Andri og Gunnar Smári deila um RÚV – „Þú ert hér í hlutverki rakkans að gelta á ógnina fyrir húsbónda sinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. september 2021 18:00

Guðmundur Andri Thorsson (t.v.) og Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, segir orðið tímabært að leggja niður RÚV og stofna Alþýðuútvarpið. Í pistli sem birtist á Miðjunni segir Gunnar Smári:

„Á rás eitt er Viðreisnarkona, Sjálfstæðismaður og Framsóknarmaður að tala um þjónustu við aldraða og nauðsyn þess að einkavæða gamla fólkið sem uppsprettu auðs fyrir braskarana. Það er tilefni til að óttast framtíðina.

Og það er kominn tími til að loka Ríkisútvarpinu. Hugmyndin með rekstri þess var að halda utan um íslenska menningu, fræða fólk og vera farvegur samfélagsumræðu; ekki að vera eintóna áróður fyrir braskara og þjófa og senditíkur þeirra.

Þegar alþýðan nær völdum er rétt að stofna nýjan miðil, getum kallað það Alþýðuútvarpið, og loka þessari hryggðarmynd sem ohf-að RÚV er. Hin ríku geta þá haldið úti sínu Útvarpi Valhöll fyrir eigin pening.“

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerir pistilinn að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og segir að kjafthátturinn í Sósíalistum veki hugrenningartengsl við alþýðuveldi fortíðarinnar þar sem völdum voru í höndunum á fámennum klíkum. Guðmundur skrifar nokkuð háðslega um þetta:

„Þau eru af ýmsu tagi kosningaloforðin. Um daginn skrifaði aðalritari og talsmaður – og stefnustjóri – Sósíalistaflokksins grein á Miðjuna þar sem hann sagði að þegar Alþýðan – sem í hans augum er Sósíalistaflokkurinn – næði völdum yrði Ríkisútvarpið lagt niður en stofnað það sem hann nefnir Alþýðuútvarpið. Þetta var vegna þess að hann var óánægður með val þátttakenda í einhverjum umræðuþætti. Sumt fólk er hrifið af kjafthættinum í þessum flokki en hjá mér vakna hugrenningartengsl við ríki sem kenndu sig einmitt við alþýðuna en var stjórnað í reynd af litlum klíkum og hrundu af innanmeinum sínum. Andúðin á RÚV speglast svo á athyglisverðan hátt hjá Miðflokknum – hinum megin á ásnum. Sjálfur aðhyllist ég opið og margradda samfélag þar sem stjórnmálamenn ráða ekki vali í fólks í umræðuþætti eða geti hagað sér eins og forstjóri í Fjölmiðlasamsteypu sem tilkynnir að hann hyggist mæta í þennan og þennan þátt á eftir.“

Kallar Guðmund Andra rakka

Gunnar Smári bregst hart við þessum skrifum Guðmundar Andra og grípur til líkingamáls sem fellur ekki í kramið hjá Samfylkingarþingmanninum:

„Æ, grey stofuvöndu kratarnir, hvað þeim blöskrar hvernig útigöngurakkarnir tala um húsbónda þeirra. Mig langar að taka ykkur upp og klappa til að róa ykkur.“

Þessu svarar Guðmundur Andri:

„Þessar líkingar lýsa viðhorfum til hunda og manna, samfélags og valds sem ég deili ekki.“

Gunnar Smári slær ekki af og segir að ástríða kratanna liggi í því að verja vald auðvaldsins:

„Æ, góði, þú ert hér í hlutverki rakkans að gelta á ógnina fyrir húsbónda sinn. Þegar átökin harðna er krötum gjarnt að gera það. Þrátt fyrir tal á tyllidögum um jafnaðarmennsku (þeir geta ekki einu sinni sagt sósíalismi án þess að hrækja þrisvar á eftir) þá liggur ástríðan í að verja vald auðvaldsins. Hér meira segja yfir RÚV; sem íhaldið hefur svínbeygt undir sig og misnotar svo að vinstrisinnar fá ekki að tala þar án þess að geltandi stjórnendur grípi linnulaust fram í.“

Frekari umræður má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Forneskjulegar hugmyndir í kosningabaráttu

Forneskjulegar hugmyndir í kosningabaráttu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Titringur milli Miðflokks og Framsóknar – Guðna ofbýður árás Tómasar á sig

Titringur milli Miðflokks og Framsóknar – Guðna ofbýður árás Tómasar á sig