fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Eyjan

Segir borgina úthýsa regnboganum í óþökk hinsegin samfélagsins – „Ég vil regnbogann áfram við Skólavörðustíg“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 6. september 2021 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er andvíg því að regnboganum – sem áður hafði verið lofað varanlegu plássi á Skólavörðustíg – verði fjarlægður.

Nú stendur til að fjarlægja regnbogann sem árið 2019 var samþykkt að yrði varanlega málaður á Skólavörðustíg og finna honum annan stað í borginni, en regnboginn er tákn stuðnings borgarinnar við hinsegin samfélagið.

Hildur segir að nú hafi regnboganum verið úthýst frá Skólavörðustíg.

„Sumarið 2019 samþykkti borgarstjórn málun varanlegs regnboga við Skólavörðustíg. Málið var afgreitt í þverpólitískri sátt og þótti til marks um eindreginn stuðning borgarinnar við baráttu hinsegin fólks. Nú, aðeins tveimur árum síðar, er fyrirhugað að fjarlægja regnbogann. Ráðist hefur verið í endurhönnun götunnar, þar sem hinum varanlega, fallega og táknræna regnboga finnst hvergi staður,“ skrifar Hildur á Facebook.

Bendir Hildur á að hinsegin samfélagið á Íslandi hafi lýst yfir vonbrigðum með þessa breytingu.

„Hinsegin samfélagið hefur lýst sárum vonbrigðum með breytinguna. Hún sé ekki í takti við þann eindregna stuðning sem borgin sýndi baráttu hinsegin fólks fyrir aðeins tveimur árum.“

Þó svo endurhönnun Skólavörðustígs sé falleg, þá telur Hildur að hægt væri að ráðast í jafn fallegar breytingar án þess að úthýsa regnboganum.

„Tillögur að endurhönnun Skólavörðustígs eru sannarlega fallegar – en það hefði vel mátt endurhanna göturýmið með tilliti til regnbogans – í samtali við hinsegin samfélagið.“

Hildur segir að regnboginn hafi í dag fest sig í sessi sem kennileiti í borginni, sem ferðamannastaður og fyrst og fremst sem stuðningsyfirlýsing við baráttu hinsegin fólks.

„Regnboginn við Skólavörðustíg hefur þegar fest sig í sessi sem mikilvægt kennileiti í Reykjavík. Hann er skýr stuðningsyfirlýsing við baráttu hinsegin fólks en jafnframt borgarprýði og vinsæll viðkomustaður ferðamanna – sterk skilaboð um að Reykjavík sé borg mannréttinda og frelsis – og um það verði ekki gerðar neinar málamiðlanir.“

Hildur vill áfram að stuðningur borgarinnar við hinseginn samfélagið sé skýr – hún vill því regnbogann áfram á Skólavörðustíg.

„Ég vil þessi skilaboð skýr í Reykjavík. Ég vil regnbogann áfram við Skólavörðustíg“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“

Viktor Orri varar við málflutningi Gunnars Smára – „Stórhættuleg viðhorf til meðferðar ríkisvaldsins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Myndband: Inga Sæland hlær að Miðflokkskonu – „Mér finnst mjög dónalegt þegar fólk er að hlæja hérna“

Myndband: Inga Sæland hlær að Miðflokkskonu – „Mér finnst mjög dónalegt þegar fólk er að hlæja hérna“