fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Aðsendar greinarEyjan

Okkar ríkasta auðlind

Eyjan
Fimmtudaginn 23. september 2021 13:57

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Smári Ársælsson skrifar:

Nýlega velti Berglind Svava Arngrímdóttir, leikskólakennari, upp spurningunni hvort leikskólinn væri þjónustustofnun eða menntastofnun og berast slíkar vangavelltur reglulega í samfélagsumræðuna. Slíkt hringlar þó daglega í hugum starfsmanna leikskóla og hefur verið þannig lengi.

Leikskólar eru fyrsta skólastigið og samkvæmt lögum er leiðarljós þeirra vegferð og hagur barna. Markmið þeirra er að efla alhliða þroska barna, veita málörvun, styðja þau andlega, vitsmunalega og líkamlega, styrkja sjálfsmynd þeirra og leggja grunninn að því að þau verði virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi.

Þetta endurómar í aðalnámskrá leikskóla og öðrum stefnuskjölum en virt að vettugi þegar kemur að því að stjórnvöld greiði veginn. Lög segja ennfremur að tveir þriðju hlutar stöðugilda skulu teljast til kennara. Langflestir leikskóla eru því brotlegir við lög og hafa verið lengi. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og inngrónu virðingarleysi við stéttina. Ég er ekki vanþakklátur innspýtingu styrkja og breytinga við fagnámið sem hefur fjölgað nemendum aftur. En það er eftir áralanga fækkun nýnema í námið.

Endurnýjun stéttarinnar til langtíma er of hæg og nýja sameinaða leyfisbréfið er ekki sá viðsnúningur sem vonast er eftir þar sem enn er flótti leikskólakennara yfir í aðra hluta menntakerfisins. Ofan á þetta er síðan þekkt kulnun kennara sem sýnir að þriðjungur þeirra ber einkenni persónu- og starfstengdra kulnunnar. Þessi þriðjungur kennara upplifa sig ófæra um að uppfylla allar kröfur starfsins. Helstu ástæður kulnunar eru síversnandi starfsaðstæður sökum manneklu og starfsmannaveltu.

Þessi síðustu tvö ár hefur álag aukist enn meir sökum covid og það hefur ekki verið stutt við bakið á kennurum. Stéttin hefur þó náð áfangasigri hvað varðar styttingu vinnuvikunnar sem hefur verið tvíeggja sverð. Stjórnvöld gripu ekki tækifærið til að styðja við starfsmenn leikskóla og fjölga starfsgildum heldur bættu þau gráu ofan á svart og settu okkur kvaðir að hvorki auka kostnað né skerða þjónustustig.

Nú kem ég að titli greinar Berglindar og velti fyrir mér eigin spurningum. Hvað er leikskólinn í augum stjórnvalda? Hví eru lög sem segja hann fyrsta skólastigið en hann rekinn sem þjónustustofnun fyrir atvinnulífið?

Stjórnvöld þurfa að viðurkenna vandann og meðvirkni sína við forn úrelt viðhorf til leikskólans og stéttarinnar sem gerir dagleg kraftaverk. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgð og mæta komandi kjarasamningum með auðmýkt hvað varðar áralangrar vanrækslu við að mæta þörfum barna. Það þarf að auka fjárveitingu umtalsvert til að auka stöðugleika starfsumhverfisins, en lof um fleiri starfsmenn dugar hvergi þar sem hvatinn til að sækja um virðist lítill ef marka má fjölda umsókna.

Ljóst er að það verður kostnaðarsamt að rétta halla leikskólakerfisins, en kostirnir við að fjármagna velferð og framtíð barna okkar vega mun meir. Kostirnir eru andlegur, líkamlegur og vitsmunalegur þroski barna, sjálfstyrking, heilsa þeirra og væntanleg þátttaka þeirra í samfélaginu. Betur undirbúnir nemendur standa sig betur í skólakerfinu, fá fleiri tækifæri til að finna sína leið og una sér lengur við. Hamingjusamir, heilbrigðir einstaklingar eru okkar ríkasta auðlind og það kostar að rækta þá frá rótum.

Höfundur er deildarstjóri við leikskóla í Reykjavík.

Grein Berglindar : Er leikskólinn þjónustustofnun eða menntastofnun?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki

„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur

Pólskur dómur getur reynst ESB og Póllandi dýrkeyptur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“

Guðmundur fussaði og sveiaði alla leiðina heim – „Svona er þetta þá gert“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reykjavíkurborg greiðir 17,5 milljónir fyrir geymslu á listaverkum í Kópavogi – „Þetta er ekki lág leiga“

Reykjavíkurborg greiðir 17,5 milljónir fyrir geymslu á listaverkum í Kópavogi – „Þetta er ekki lág leiga“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dóra Björt hafnar lygaáburði Samtaka iðnaðarins – Segir umfjöllun þeirra byggjast á „misskilningi og rangindum“

Dóra Björt hafnar lygaáburði Samtaka iðnaðarins – Segir umfjöllun þeirra byggjast á „misskilningi og rangindum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður G. segir að gjaldþrot blasi við Sigurjóni

Sigurður G. segir að gjaldþrot blasi við Sigurjóni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Dagur að kveldi kominn í borginni

Orðið á götunni: Dagur að kveldi kominn í borginni