fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Harka færist í kosningabaráttuna: Kosningastjóri VG og þingmaður Samfylkingarinnar í hár saman – „Ótrúlega ósmekklegt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 22. september 2021 20:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingiskosningarnar nálgast óðfluga en gengið er til kosninga á laugardaginn, þann 25. september næstkomandi. Ljóst er að harka er farin að færast í kosningabaráttuna sem sést best á skoti kosningastjóri Vinstri grænna á nýja auglýsingu Samfylkingarinnar.

Allt hófst þetta með því að Sigríður Gísladóttir, sem skipar þriðja sæti lista Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum, birti færslu á Twitter þar sem hún sagði að ný auglýsing Samfylkingarinnar væri „þeirra Tab gegn okkar Coke“. Sigríður bætti svo við grenjuhlæjandi tjákni (e. emoji).

Einhver líkindi eru vissulega með auglýsingu Samfylkingarinnar og auglýsingu sem VG birti fyrir rúmri viku síðan. Báðar auglýsingarnar sýna svipmyndir af Íslendingum og úr íslenskri náttúru og báðar eru þær með fallegt lag sem á eflaust að kveikja einhvern innblástur hjá áhorfendum.

Auglýsingarnar svipa þó  í grunninn báðar til margra annarra kosningaauglýsinga sem gerðar eru og því kemur afskaplega lítið á óvart að þær séu einmitt nokkuð svipaðar, sérstaklega í ljósi þess að báðir flokkarnir eru á vinstri vængnum.

Anna Lísa Björnsdóttir, kosningastjóri VG, birti athugasemd undir færslunni sem flokksystir hennar birti. Þar lýsti hún auglýsingu Samfylkingarinnar sem „hinni The Shining“.

Þessi athugasemd Önnu Lísu fór vægast sagt öfugt ofan í Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmann og frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, sem svarar athugasemdinni og segir skrif VG-kvennanna ekki vera smekkleg. „Æ í alvöru stelpur. Það er nú ekki mjög smekklegt að skrifa svona um auglýsingu þar sem börn eru áberandi,“ segir Rósa.

„Margur heldur mig um sig,“ segir þá Anna Lísa og birtir athugasemd sem maður nokkur birti við kosningauglýsingu VG. „Þetta er mögulega mesta ógeð sem ég hef séð. Ógeð, ógeð, ógeð, ógeð, ógeð. Ótrúlegt,“ skrifaði sá maður í athugasemdinni.

Rósa bendir Önnu Lísu þá á að maðurinn sem skrifaði athugasemdina sé ekki í framboði fyrir Samfylkinguna og það sé allt annað að einhver aðili skrifi svona og kosningastjóri flokks í framboði.

Anna Lísa svarar Rósu þá og segir að hún sé að afbaka athugasemd sína. Hún segir þá að með líkingunni við „hina The Shining“ hafi hún verið að meina að kosningaauglýsing VG sé meistaraverk, ólíkt kosningaauglýsingu Samfylkingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki