fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 08:30

Össur hf. Mynd ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi. Á síðustu átta árum hafa útflutningstekjur hugverkaiðnaðar tvöfaldast. Í heildina nam útflutningur á hugverkjum 16% af öllum útflutning á síðasta ári.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að útflutningstekjur fyrirtækja í hugverkaiðnaði hafi numið 160 milljörðum á síðasta ári og sé það tvöfalt meira en 2013. Á milli áranna 2019 og 2020 fjölgaði þeim fyrirtækjum sem fengu endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarverkefna úr rúmlega 200 í rúmlega 300.

Haft er eftir Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, að ef rétt sé haldið á spöðunum geti hugverkaiðnaðurinn orðið ein stærsta útflutningsgrein hagkerfisins. „Þetta sýnir svart á hvítu að jarðvegurinn er frjór. Það er mikil gróska í gangi. Það eru fleiri og fleiri fyrirtæki sem eru að taka verulega vaxtarkippi, eins og Controlant, Nox Medical og Kerecis. Hugverkaiðnaðurinn hefur alla burði til að vera langöflugasta útflutningsgreinin á Íslandi ef rétt er á málum haldið. Hann getur orðið mikilvægari en ferðaiðnaðurinn og orkuiðnaðurinn og aðrar greinar,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að á árum áður hafi verið talið að á hverjum áratug myndi eitt fyrirtæki verða verulega stórt, álíka og Össur, Marel og CCP eru, en nú sé slíkum fyrirtækjum að fjölga. Sagði Sigurður að þetta geti dregið úr sveiflum í hagkerfinu. „Við verðum ekki eins háð því að hingað komi ferðamenn eða að við getum veitt nógu mikinn fisk úr sjónum og svo framvegis. Þetta sáum við svart á hvítu á síðasta ári þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir verulegum samdrætti út af Covid. Á sama tíma voru fyrirtæki í hugverkaiðnaði að ráða til sín fólk og velta þeirra jókst. Þau nýttu tækifærið og sóttu fram,” sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði