fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 21. september 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins loksins var það einhver sem þorði að spyrja frambjóðendur til Alþingis um það eina sem við (eða kannski bara blaðamaður?) viljum vita. Sigrún Skafta á Twitter tók að sér hlutverkið og bjó til þráð á Twitter með fyrirmælum til frambjóðenda „Vil sjá þráð með gæludýrum frambjóðenda. Go!“

Þó nokkrir frambjóðendur hafa svarað ákallinu og deilt myndum af gæludýrum sínum. Hér má sjá þó nokkur dæmi. Kannski að þetta hjálpi kjósendum að gera upp hug sinn.

Viti

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, reið á vaðið og deildi mynd hvolpinum Vita.

Algebra

Halldór Auðar Svansson, frambjóðandi Pírata, deildi mynd af kettinum Algebru.

Snúður Kratakisi

Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður sem skipar sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, deildi mynd af Kratakettinum Snúð.

Reyndar mótmælti Friðjón Friðjónsson, almannatengill á lista Sjálfstæðisflokksins, viðurnefni snúðar. „Hér verð ég að mótmæla, það væri gegn eðli katta að vera kratar. Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum. Þeim er drull um allt, nema næstu máltíð og það sem kemur þeim vel.“

Ólafur var ekki lengi að svara fyrir þessar sakir. „Það er sennilega rétt greining miðað við flesta ketti – en hann Snúður minn er ekki eins og aðrir kettir.“

Pixí Tengens

Friðjón deildi að sjálfsögðu líka mynd af sínu gæludýri. Læðunni Pixí Tanges sem er aðeins rétt rúmlega fjögurra mánaða gömul.

Þruma og Elding

Siggeir F. Ævarsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, deildi mynd af fóstursystrunum Þrumu og Eldingu.

Stalín og Krúsilíus

Ástþór Jón Ragnheiðarson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi, deildi mynd af Stalín heitnum og Krúsilíusi.

Júní og Lena

Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi Pírata í Reykjavík, deildi mynd af „litlu frekju og stóru frekju“

Kibba kibba

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, frambjóðandi Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, deildi sætu myndbandi frá sauðburðinum heima hjá henni frá því í vor.

Freyja og Flóra

Fjóla Heiðdal, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, deildi mynd af kisunum sínum, Freyju og Flóru.

Míló

María Rut Kristinsdóttir, frambjóðandi Viðreisnar, deildi mynd af honum þriggja ára gamla Míló sem er af tegundinni Coton de Tulear.

Bíbí og Baldur

María Lilja Þrastardóttir, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, deildi mynd af hundinum Baldri og páfagauknum Bíbí Morthens.

Hjálmar

Sigríður Gísladóttir, frambjóðandi Vinstri Grænna, deildi mynd af Hjálmari.

Ísar

Viðar Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, deildi mynd af Ísari.

Lómur

Bjarki Eiríksson, frambjóðandi Viðreisnar, deildi mynd af Lóm.

Mjálmar

Ingibjörg Þórðardóttir, frambjóðandi Vinstri Grænna deildi mynd af Mjálmari.

Ronja

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinar, deildi mynd af sér og tíkinni Ronju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki