fbpx
Laugardagur 16.október 2021
Eyjan

Ríkisstjórnin með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 09:00

Margir vilja áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þá er ríkisstjórnin með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt. Fleiri vilja að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi verið haldið áfram en styðja stjórnarflokkana þrjá.

Það var Prósent sem gerði könnunina fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt niðurstöðunum er fylgi Sjálfstæðisflokksins 21,3%. Fylgi Framsóknarflokksins er 12,6%. Fylgi Vinstri grænna er 10%.

Þegar fólk var spurt hvaða stjórnarsamstarf það vilji helst sjá að kosningum loknum sögðust 48,3% vilja sjá núverandi stjórnarsamstarf áfram. 27% vilja vinstristjórn með Flokki fólksins, Pírötum, Samfylkingunni, Sósíalistum og Vinstri grænum. 25% vilja miðjustjórn með Framsóknarflokknum, Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum.

Nær allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins, eða 99%, vilja halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram. 76% kjósenda Framsóknarflokksins sögðust vilja halda samstarfinu áfram og hjá Vinstri grænum var hlutfallið 64%.

Könnunin var gerð 13. til 16. september. 1.493 tóku þátt og þar af svöruðu 1.329 eða 90%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir smáhýsum meirihlutans

Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir smáhýsum meirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gáttuð á framgangi borgarinnar í 10 milljarða stafrænni umbreytingu – „Er nema von að manni svelgist á morgunkaffinu?“ 

Gáttuð á framgangi borgarinnar í 10 milljarða stafrænni umbreytingu – „Er nema von að manni svelgist á morgunkaffinu?“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar svartsýnn á áframhaldandi stjórnarsamstarf – „Ég sé það bara eiginlega ekki gerast“

Brynjar svartsýnn á áframhaldandi stjórnarsamstarf – „Ég sé það bara eiginlega ekki gerast“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gísli Marteinn telur laun þingmanna of há: „Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt“

Gísli Marteinn telur laun þingmanna of há: „Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt“