fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Hulda skaut á Sjálfstæðismenn og setti Twitter á hliðina – „Þetta er móðgun við mig og alla mína ætt“

Eyjan
Föstudaginn 17. september 2021 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes hafi sett Twitter á hliðina er hún spurðu í sakleysi sínu „Úr hvaða heli kemur fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn?“ í tísti á þriðjudaginn en færsla hennar vakti mun meiri reiði en hún reiknaði með. Hringbraut vakti athygli á málinu.

Svörin létu ekki standa á sér. Margir sem líklega ætla ekki að kjósa Sjálfstæðisflokk svöruðu að Sjálfstæðismenn kæmu úr sínum eigin bergmálshelli,  ekki úr helli heldur höll, hvelfingu í Esjunni sem opnist á 4 ára fresti eða Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, svo dæmi séu tekin.

Kjósendur Sjálfstæðisflokks stigu líka fram undir færslunni, eða deildu tístinu  og greindu frá því að þeir komi úr öllum áttum og allskonar bakgrunn.

Hér má sjá dæmi um nokkur svör:

„Fæddur og uppalinn á Ólafsfirði, sonur öryrkja og verkamanns, þurfti ungur að sjá fyrir sjálfum  mér og greiða mínar leiðir. Það er nefnilega líka til bara andskoti ágætt fólk sem kýs xD,“ 

Landabyggðarvíðfeminu hér. Þar sem samfélögbyggja á krafti fólksins. Trúin á einstaklinginn og atvinnulífið er leiðarstef í stefnu flokksins sem ég tel best fyrir byggðirnar í landinu. Er annars barn húsasmíðameistara og hönnuðar/öryrkja, erum venjulegt fólk bara.“ 

„Alinn upp af einstæðri móður í hjúkkunámi á Akureyri, og ömmu minni. Framsóknarfjölskylda. Myndi seint kalla þetta helli. Djöfull er þetta ömurlegt tíst hjá þér.“

„Ég er nú bara alinn upp í Breiðholtinu af ómenntuðum harðduglegum foreldrum sem hafa svo sannarlega þurft að vinna fyrir hlutunum. Það er svo mikill vilji hjá fólki að taka hlutina úr samhengi og byggja upp steríótýpur um allt.“ 

Meira að segja dómsmálaráðherra svaraði færslunni:

 

Undir einni deilingunni velti Hulda því fyrir sér hvers vegna Sjálfstæðismenn væru að svara tísti hennar með fjölskyldusögu sinni og störfum og benti á að tíst hennar hafi nú verið grín en ekki alvara.

„Má ekki grínast um stjórnmál? Heldur fólk í alvöru að ég sé að meina…. hvað? Að það búi í alvöru helli? Ég set þetta fram sem grín því ég er greinilega í þannig búbblu að ég þekki fá sem kjósa þennan flokk. Er þetta í alvöru rýtingur í hjartað?

Og ég var í alvöru bara ekki að biðja ykkur um ættarsögu og störf fjölskyldunnar. Fólk finnur sig knúið til að taka það fram. Hvers vegna?“

Huldu var þá svarað að Sjálfstæðismenn væru nú að reyna að lýsa „hellinum“ sem þau kæmu úr og að steríótýpu ímynd hins ríka forréttinda Sjálfstæðismanns væri röng.

Hulda tísti svo í gærkvöldi um umræðuna sem hafði gengið mun lengra en hún bjóst við.

Umræðan varð til þess að fjöldi manns hefur tíst og spurt um hinn og þennan helli sem fólk kemur úr.

Hörður Ágústsson, kenndur við Macland, ákvað að spyrja líka um meintan helli Sjálfstæðismanna og fékk þar öllu hnyttnari viðbrögð en tíst Huldu. Hulda ákvað þó að vara Hörð við þar sem það væri ekki sniðugt að móðga Sjálfstæðismenn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk