fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Bjarni segir að kosningarnar snúist um þessi þrjú mál

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 17. september 2021 09:34

Lífeyrissjóðirnir segja áform fjármálaráðherra fela í sér eignarnám sem sé andstætt stjórnarskrá. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er á fullu þessa dagana enda stutt í kosningar. Kosningarnar eru ansi mikilvægar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna sjálfan en hann segir að það séu þrjú mál sem ný ríkisstjórn mun þurfa að leysa.

Fyrsta málið sem Bjarni segir að sé mikilvægt er að það séu lágir skattar og betri lífskjör. Hann vill sýna ábyrgð, varðveita stöðugleika og fá lága vexti.

„Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstra og atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista,“ segir Bjarni.

Næst vill hann nýta innlenda orku í stað olíu og bendir á að ótrúlegur árangur hafi náðst í rafvæðingu bílaflotans. Hann segir að Ísland sé númer tvö í heiminum í þeim flokki.

„Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni.“

Þá vill Bjarni kveðja biðlistana og segir fólk eiga að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji taka upp nýja þjónustutryggingu sem lofar fólki þjónustu innan 90 daga.

„Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ræðir síðan eitt þeirra frægu strætóskýlaslagorða sem landsmenn hafa séð seinustu daga: „Land tækifæranna“

Hann segir Íslendinga hafa fulla ástæðu til að vera bjartsýnir og bendir á að Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur.

„Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum,“ segir Bjarni en vill þó meina að þetta gerist einungis ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins