fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Enn einum leikskóla lokað í Reykjavík vegna myglu – Skúli sakaður um hylmingu – 100 milljóna endurbætur í hafið?

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. september 2021 18:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mygla hefur fundist í leikskólanum Ægisborg við Ægissíðu í Reykjavík. Herma öruggar heimildir DV að að minnsta kosti einu af tveimur húsum leikskólans hafi verið lokað og að börnin þar verði í fyrstu send með rútum í Gufunesbæ, í hinum enda borgarinnar, en að þeim verði svo fundinn staður hjá KR.

Óheppilegt að frétta af málinu frá foreldrum

Foreldrum var tilkynnt um málið á fundi með forráðamönnum skólans í gær. Sama dag var haldinn fundur í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, sem meðal annars fer með málefni leikskóla í Reykjavík þar sem fulltrúar minnihlutans voru ekki upplýstir um málið. Þetta staðfestir Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, í samtali við DV.

Hún segist fyrst hafa heyrt af málinu frá foreldrum barna í leikskólanum. „Það er mjög óheppilegt að við fulltrúar minnihlutans þurfum að heyra af málinu fyrst frá foreldrum, en á ráðsfundi skólaráðs í gærdag voru engar upplýsingar veittar jafnvel þó staðan hafi legið fyrir.“ Kurr er í foreldrum vegna málsins.

Hildur er ómyrk í máli og segist gruna að gera hafi átt sem minnst úr málinu á vettvangi borgarstjórnar: „Maður fær þá ónotatilfinningu að hér hafi átt að freista þess að halda málinu leyndu. Hvert málið hefur rekið annað að undanförnu hvað varðar viðhaldsskort á skólahúsnæði borgarinnar. Það þarf augljóslega að gera betur fyrir börnin í borginni,“ segir Hildur.

Gleymdu drenlögninni

DV sendi fyrirspurn á Skúla Helgason, formann Skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Sagðist hann ætla að „koma þeim á framfæri við starfsfólk borgarinnar.“ Hann neitaði þó fyrir að hafa reynt að hylma yfir nein mál. „Mál sem tengjast viðhaldi húsnæðis fara í ferli hjá umhverfis- og skipulagssviði og er leitað viðeigandi lausna í hverju tilviki,“ sagði Skúli jafnframt.

Samkvæmt heimildum DV hefur legið fyrir að minnsta kosti frá byrjun septembermánaðar að um myglu væri að ræða. Herma þær sömu heimildir að á foreldrafundi í gær hafi verið um það rætt að mögulegur sökudólgur væri skortur á drenlögnum umhverfis húsin tvö á Ægisborg.

100 milljón króna framkvæmd nýlokið

Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan öll lóð Ægisborgar var rifin upp og kostaði framkvæmdin öll nálægt eitt hundrað milljónum. Fól hún í sér jarðvegsframkvæmdir, endurnýjun yfirborðsefna og leiktæki, auk eftirlits með framkvæmdinni. Framkvæmdinni var skipt upp í tvo hluta. Lauk fyrri áfanga haustið 2019 og sá síðari haustið 2020. Samkvæmt útboðsgögnum fyrir fyrri hluta framkvæmdar, jarðvegsframkvæmd næst leikskólabyggingunum tveimur, er drenlögn ekki hluti af framkvæmdinni.

DV hafði enn fremur samband við Auði Ævarsdóttur, leikskólastjóra Ægisborgar, en hún vildi ekki tjá sig um málið. Hún sagði þó að fréttatilkynning um málið kæmi „á morgun eða hinn,“ og að allt væri í góðum málum á leikskólanum. Hún vildi ekki svara spurningum um hvað yrði um starfsfólk skólans, börn skólans eða hvort vitað væri hversu lengi skólinn yrði lokaður, að hluta eða í heild.

Ægisborg er ekki fyrsta tilfelli myglu til þess að valda skólastjórnendum í borginni höfuðverk á kjörtímabilinu, en meirihlutinn var gagnrýndur af nokkurri hörku fyrir framgöngu sína í máli Fossvogsskóla. Í fyrstu var reynt að þrífa burt mygluna, líkt og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma, en þrifin urðu aðeins til þess að hægja á útbreiðslu myglunnar í skólanum. Í kjölfar þess að „kolsvört“ skýrsla um raunverulegt ástand á húsi Fossvogsskóla kom út var afráðið að loka byggingunni og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk