fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ný kolsvört skýrsla um Fossvogsskóla – Mygla um allt hús þrátt fyrir mörg hundruð milljón króna endurbætur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 30. júní 2021 10:55

Fossvogsskóli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði Fossvogsskóla til að greiða úr þrálátum raka- og mygluvanda sem ítrekað hefur komið upp í skólanum og haft neikvæð áhrif á heilsu nemenda.  Þetta kemur fram í úttekt Eflu á húsnæðinu en ný skýrsla um ástand húsnæðisins hefur litið dagsins ljós.

Húsnæði Fossvogsskóla hefur verið til töluverða vandræða undanfarin misseri eftir að nemendur fóru að greinast með heilsufarsvandamál sem rakin hafa verið til rakaskemmda og myglugróa í skólanum.

Þrátt fyrir endurbætur sem borgin lét vinna á húsnæðinu hélt mygla áfram að gera vart við sig og að ending var fallist á að hætta kennslu í skólanum þar til úttekt hafi farið fram á húsakostinum, eftir að foreldrar höfðu ítrekað skorað á borgaryfirvöld að bregðast við ástandinu til að tryggja heilsu og öryggi nemenda.

Foreldrafélag og skólaráð Fossvogsskóla eru talin hafa unnið mikið þrekvirki og staðið í fremstu víglínu í baráttunni fyrir úrbótum og urðu til þess að verkfræðistofan Efla var fengin til að gera úttekt á skólanum og skila tillögum að úrbótum.

Nú liggur skýrsla EFLU fyrir og má segja að húsnæðið fái þar svíðandi falleinkunn. Nokkur atriði sem koma þar fram eru:

  • Raki greinist í húsnæði skólans sem ekki hefur verið komið í veg fyrir með nýlegum endurbótum á húsnæðinu, en að mati Eflu eru eldri viðgerðir ekki fullnægjandi í öllum tilfellum og enn að finna raka á viðgerðum svæðum. Mygla greinist enn í húsnæðinu þó svo hún virðist ekki hafa náð inn í holrými steypunnar.
  • Í gluggakistum skólans er að finna asbest, þó svo asbest sé ekki skaðlegt nema hreyft sé við því.
  • Tjörutex er ofan við einangrun í þaki en slíkt efni er ekki leyfilegt í loftræstu rými vegna eldhættu.
  • Gluggar eru upprunalegir og farnir að láta á sjá
  • Myglusveppur fannst víða undir dúk, meðal annars í matsal
  • Loftræsting og loftflæði víða í miklu ólagi
  • Mygla greindist í smíðastofu þrátt fyrir viðgerðir

Eins er tekið fram að í kjallara einnar byggingarinnar, þar sem finna má eldhús, matsal og aðstöðu fyrir frístund, sé óvenjulegt ástand uppi. Þar sé skólpdæla óeðlilega nærri rými þar sem vinnsla og geymsla matvæla eigi sér stað. Í skýrslunni segir:

„Segja má að kjallarinn sé tvískiptur. Neðst er matsalur, eldhús, aðstaða fyrir frístund og geymslur. Þegar farið er inn í eldhúsið frá stigahúsi er gengið í gegnum ræstigang. Frá þessum gangi, sem er 6,5m², er aðgengi inn í búr, salerni fyrir starfsfólk og rými fyrir dælubrunn.

Þegar hurðin inn í dælurýmið var opnuð gaus upp megn skólplykt þó þarna ætti samkvæmt öllu einungis að vera jarðvatn enda um opinn brunn að ræða. Við nánari athugun kom í ljós að tvær skólpdælur eru staðsettar í rýminu, önnur á gólfi við hliðina á dælubrunni, og hin ofan við vatnsyfirborð brunnsins.

Þar hafa lagnir farið í sundur og flaut skólp/fita ofan á vatninu og var dælan útötuð óhreinindum. Þessi staðsetning á dælubrunni og ástand skólpdælu er afar óheppileg þar sem vinnsla og geymsla matvæla á sér stað í næsta rými.”

Í úttektinni er farið yfir möguleikann á því að rífa hreinlega skólann, en sú leið er þó talin kostnaðarsamari heldur en að ráðast í umfangsmiklar endurbætur. Meðal þeirra fjölmörgu úrbóta sem lagðar eru til:

Klæða og einangra eldri húsin að utan og gera vatnsþétt

Skipta um glugga og útihurðir á tveimur byggingum

Skipta um innréttingar

Endurnýja gólfefni

Fjarlægja múr og einangrun af útveggjum

Skipta um loftræstikerfi í eldri húsum og uppfæra m.v. gildandi reglur

Færa brunna og dælur út fyrir húsin

Fjarlægja asbest

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu