fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Átök í kosningasjónvarpinu: Þorgerður spurði: „Er þetta eitthvað viðkvæmt Sigurður?“ – Hann svaraði: „Nei þetta er ekki viðkvæmt, þetta er óskiljanlegt“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 22:00

Sigurður og Þorgerður tókust á - Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og formaður Framsóknar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á í pallborðsumræðum á RÚV í kvöld. Þar var rætt um heilbrigðismál, en spurningin sem kveikti á umræðum þeirra beindist að Sigurði og var þessi: „Styðjið þið Framsóknarmenn frekari einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni?“

„Við skulum bara segja það þannig að þessir biðlistar sem uppi eru í dag, við hefðum verið þeirrar skoðunnar að það ætti að vinna þá niður, til að mynda með þjónustusamningum við aðila á Íslandi,“ sagði Sigurður og benti síðan á Danmörku sem dæmi þar sem fólk geti leitað til einkaaðila og látið ríkið borga ef ríkisrekna heilbrigðiskerfið bregst ekki við eftir ákveðið langan tíma.

Þá spurði Þorgerður Katrín hann Sigurð: „Hefur heilbrigðisráðherra tekið vel í þetta?“ og gaf þar með í skyn að það sem hann væri að segja væri ekki í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Sigurður svaraði: „Við erum að fara í kosningar, er það ekki? Erum við ekki að fara í kosningar?“

Í kjölfarið töluðu Þorgerður og Sigurður ofan í hvort annað, sem endaði með því að Þorgerður spurði „Er þetta eitthvað viðkvæmt Sigurður?“ og hann svaraði um hæl „Nei þetta er ekki viðkvæmt, þetta er óskiljanlegt!“

Þá bættist Þórhildur Sunna í umræðuna og spruði Sigurð: „Þetta er yfirlýst stefna. Á ekki að taka mark á ykkar yfirlýstu stefnu? Ertu að segja okkur það?“, en Sigurður hélt áfram: „Þetta er óskiljanleg yfirlýsing af ykkar hálfu.“

Sigurður Ingi fjallaði þá í kjölfarið um að heilbrigðismálin væru flókin og að hann sæi að allir flokkarnir áttuðu sig á því, og náði þar með að róa andrúmsloftið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki