fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Frambjóðandi gagnrýnir atvinnulausa – „Ábyrgð hvers og eins að nýta sér ekki vel­ferðar­kerf­in að nauðsynja­lausu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. ágúst 2021 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ábyrgð hvers og eins að nýta sér ekki vel­ferðar­kerf­in að nauðsynja­lausu, það stuðlar að því að fólk sem mæt­ir ofjarli sín­um í líki fá­tækt­ar eða sjúk­dóma fær minni aðstoð en það þarf. Þannig fest­ist sam­fé­lagið í víta­hring þegar hjálpa á þeim sem minnst­an hlut bera úr být­um og á því töp­um við öll,“ segir Björgvin Jóhannesson í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Björgvin er fjármálastjóri og frambjóðandi í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Björgvin segir ánægjulegt að sjá fyrirtæki sem neyddust til að draga saman seglin í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins ná styrk sínum á ný. Endurráðningar hafi gengið vel en atvinnuleysi hafi þó verið 6,1% í júlí. Það þýðir um 12.500 manns án atvinnu. Björgvin segir þetta hærri atvinnuleysistölur en við séum vön á Íslandi og mikilvægt sé að ná þeim niður.

Hins vegar sé ástandið þannig að helsta vandamál atvinnurekenda sé að fá fólk til starfa. Það skjóti skökku við í sex prósent atvinnuleysi. Vanti fólk til starfa í ferðaþjónustu, iðnaði, verslun og þjónustu um allt land. Björgvin segir:

„Afar skipt­ar skoðanir eru um ár­ang­ur úrræðis­ins „Hefj­um störf“ og mörg dæmi um að fyr­ir­tæki nái ekki sam­bandi við fólk á at­vinnu­leys­is­skrá, það er ým­ist statt er­lend­is eða hef­ur ein­fald­lega ekki áhuga á að þiggja starfið. Rekstr­araðilar hafa neyðst til að skerða af­greiðslu­tíma hjá sér því ekki tekst að manna stöður og at­vinnu­aug­lýs­ing­ar fá lít­il sem eng­in viðbrögð, þrátt fyr­ir að í boði séu laun á við tvö­fald­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Hvað veld­ur þessu?“

Björgvin telur slæma hugarfarsbreytingu hafa rutt sértil rúms hér á landi gagnvart atvinnu og atvinnuleysisbótum, að taka ekki þeirri vinnu sem býðst hverju sinni.

Björgvin segir að misnotkun á velferðarkerfum valdi því að þeir sem sannarlega þurfi á þeim að halda fái minni aðstoð en þeir þurfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar