fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Eyjan

Jakob Frímann í efsta sæti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 05:13

Jakob Frímann Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, mun skipa efsta sætið á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum í september. Jakob er væntanlega mörgum kunnur en hann stofnaði hljómsveitina Stuðmenn og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var meðal annars sendifulltrúi utanríkisþjónustunnar, sat á þingi sem varaþingmaður Samfylkingarinnar, var framkvæmdastjóri miðborgarmála, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, formaður STEFs, SAMTÓNS og stjórnarformaður ÚTÓNS og stofnandi Græna hersins.

„Ég hef hrifist af stefnumálum Flokks fólksins þar sem áhersla er lögð á að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi. Það er sjálfsögð krafa að allir fái lifað mannsæmandi lífi í einu af auðugustu samfélögum heims. Hér á enginn að búa við bág kjör að afloknu ævistarfi, hlúa þarf betur að þeim sem hafa lent í áföllum eða búa við skerta orku og allir eiga að njóta jafnra tækifæra til menntunar og tómstundastarfs. Alvöru velferðarsamfélag byggist á heilbrigðu samhengi milli verðmætasköpunar og mannúðar,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu frá Flokki fólksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Daði Már Kristófersson: Stenst ekki að leiðrétting veiðigjalda setji allt í kaldakol

Daði Már Kristófersson: Stenst ekki að leiðrétting veiðigjalda setji allt í kaldakol
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Já Takk – Tími til kominn að standa með fötluðu fólki

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Já Takk – Tími til kominn að standa með fötluðu fólki
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vandræðagangur hjá Sjálfstæðismönnum í borginni – er Katrín svarið?

Orðið á götunni: Vandræðagangur hjá Sjálfstæðismönnum í borginni – er Katrín svarið?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“

Vilhjálmur greinir frá uppsögnum hjá Norðuráli í dag – „Það er ömurlegt og þungbært að missa lífsviðurværi sitt“