fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Þriðjungsfjölgun starfsmanna forsætisráðuneytisins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 08:00

Stjórnarráðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2017 til 2020 fjölgaði starfsfólki forsætisráðuneytisins um þriðjung og kynjahlutfallið skekktist nokkuð á tímabilinu. Á síðasta ári störfuðu tæplega þrefalt fleiri konur í ráðuneytinu en karlar. Starfsmenn þess voru 41 árið 2017, 21 kona og 20 karlar. Á síðasta ári voru starfsmennirnir 55, 40 konur og 15 karlar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 2018 hafi 49 starfað í ráðuneytinu, 29 konur og 20 karlar, 2019 voru starfsmennirnir 47, 33 konur og 14 karlar og eins og fyrr segir voru starfsmennirnir 55 á síðasta ári.

Fréttablaðið segir að samkvæmt svari frá Sighvati Arnmundssyni, stjórnarráðsfulltrúa, sé samanburður á milli 2017 og 2020 nokkuð flókinn. Til dæmis séu ráðherra og aðstoðarmenn hans ekki inni í tölunum frá 2017 en séu það í tölunum frá 2020. „Í árslok 2020 voru auk ráðherra, fimm aðstoðarmenn starfandi í ráðuneytinu,“ er haft eftir honum. Á móti kemur að þeir sem starfa við öryggisgæslu teljist ekki lengur starfsmenn ráðuneytisins, þeir teljast nú starfsmenn ríkislögreglustjóra. Þeir voru þrír árið 2017.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi meðal annars fjölgun starfsfólks í þættinum Pólitík á Hringbraut í gærkvöldi. Þar sagði hún að stóri þátturinn í þessum tölum væri að málaflokkur jafnréttismála hafi verið færður frá félagsmálaráðuneytinu yfir í forsætisráðuneytið og hafi starfsfólk fylgt þessum flutningi. Hún sagði einnig að fjölgun starfsmanna væri eðlileg hliðarverkun af því stóra hlutverki sem forsætisráðuneytið hefur gegnt. Það eigi að vera leiðandi í stefnumótun og starfsmannafjöldinn eigi að vera tiltölulega sveigjanlegur út frá hvaða verkefni séu fyrirliggjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“