fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Sara skrifar Covid-tilmæli – „Mælum með því að anda sem minnst“

Eyjan
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 13:24

Sara Óskarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Óskarsson, myndlistarmaður og fyrrverandi þingmaður Pírata, birtir pistil á Vísir.is í dag sem hún varar húmorslaust fólks og fólk sem hefur tilhneigingu til að taka lífinu mjög alvarlega við.

Í pistlinum má greina töluverða háðsdádeilu, eða skopstælingu, á málflutningi sóttvarnayfirvalda og heilbrigðisstarfsfólks undanfarið varðandi kórónuveirufaraldurinn. Pistillinn ber yfirskriftina „TILMÆLI!“ og í upphafi hans bendir höfundur á að það sé svakaleg áhætta að vera á lífi vegna þess að þá gæti maður dáið. Útlönd séu stórhættuleg því þar búi margir alvarlega sýktir útlendingar. Þess vegna sé best að halda sig heima á Íslandi.

Síðan skopstælir Sara umræðu um stöðuna á Landspítalanum í faraldrinum undanfarið og þar segir orðrétt:

„Spítalinn okkar er á svakalegu hættustigi jafnvel þó að þar liggi einungis örfáir vegna covid. En það er engin furða og ekkert furðulegt við það, og vinsamlega ekki spyrja neinna spurninga út í það, af því að við viljum það ekki. 

Ef að þú starfar á spítalanum þá skaltu heldur ekkert vera að hnýsast um ástandið eða krefjast þóknunar í samræmi við vinnutíma og álag, heldur muna bara að þjóðin klappaði oft fyrir ykkur í vetur.“

Sara virðist gera grín að ofsahræðslu og mögulega ofurvarkárni sem lesa má úr skilaboðum stjórnvalda varðandi faraldurinn er hún skrifar:

„Jafnvel þó að þú sért margbólusettur og marg-endursýktur og einkennalaus og alheilbrigður – og þó að þér líði stórvel og sért ungur og fílhraustur og hafir ekkert farið eða ekki hitt aðra hræðu síðustu tvo mánuðina þá skaltu ekki láta blekkjast! Það eru samt svakalega miklar líkur á að þú sért mikið sýktur og þú skalt flýta þér í sýnatöku strax! 

En mundu, jafnvel þó að niðurstaðan sé neikvæð og að þú greinist ekki með COVID-19 útilokar það alls ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar eða sért kannski bara alveg að fara að fá hann.“

Í pistlinum er farið ófögrum orðum um djammið en mælt með stuðinu á sóttvarnahótelunum:

„Farðu því aftur í sýnatöku strax svo að okkar frábæra og framúrskarandi smitrakningarteymi geti tekið þig úr umferð sem allra fyrst. En mundu: ekki vola – af því að þú ert alvöru Íslendingur auk þess sem að þú getur bara prísað þig sælan að fá að gista í einu af okkar 5 stjörnu farsóttarbælum. Partýið er þar.“

Ekki ferðast og helst ekki anda

Í pistlinum er á grínaktugan hátt lýst yfir áhyggjum af öllu þessu heilbrigða og ósýkta fólki úti í samfélaginu sem gæti sýkst. Mælt er sterklega gegn ferðalögum og raunar mælt með því að fólk reyni að gera sem minnst og jafnvel anda sem minnst:

„Við mælum með því að ferðast bara í huganum um Versló og alls ekki að fara neitt þar sem að þú gætir fundið annað fólk fyrir. Þetta á sér í lagi við um veislur, fjölskyldufagnaði, ýmiskonar mannamót og “djammið” svokallaða verandi auðvitað það alversta! Við mælum í raun ekki með því að fólk fari á neina opinbera staði yfir höfuð því að þar er öllum drullu sama. 

Ekki gera neitt að nauðsynjalausu og ef að þú ert í vafa um hvað teljist nauðsynlegt í þínu lífi og hvaða forgangsröðun þú átt að hafa þá tökum við það að okkur að skilgreina það fyrir þig. 

Ef að þú ert veikur af einhverju öðru en covid: ekki koma, ekki hringja, ekki! 

Og ef að þú þarft endilega að fæða barn þá væri betra að bíða aðeins með það. Sýnum tillitsemi, við erum langflest í þessu saman. 

Að lokum viljum við minna á að þeir sem anda eru mun útsettari fyrir því að smitast af covid þannig að við mælum með því að anda sem minnst – enda er það þekkt smitleið að smitast í gegnum öndunarfærin.“ 

 

Pistillinn í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu