fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Samfylkingin vinsælust hjá unga fólkinu – 3% kvenna kjósa Miðflokkinn

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 14:00

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Vísi, Bylgjunnar og Stöð 2 er Samfylkingin vinsælasti stjórnmálaflokkur fólks á aldrinum 18-29 ára. Flokkurinn er með 25,2% fylgi þar en Sjálfstæðisflokkurinn kemur þar næst á eftir með 20,8%.

Samfylkingin er hins vegar með mun lakara fylgi hjá flokknum 30-39 ára eða um 8%. Hjá þessum hóp er Viðreisn stærst með 17,4% og Vinstri græn rétt á eftir með 17,3% og svo Sjálfstæðisflokkurinn með 17,2%.

Sósíalistaflokkurinn virðist höfða mest til fólks á aldrinum 40-49 ára en þar fær flokkurinn 8% fylgi. Miðflokkurinn sækir sitt fylgi til 60 ára fólks og eldra en þar er flokkurinn með 7,7%.

Samkvæmt könnuninni vilja konur kjósa Vinstri græna og alls ekki Miðflokkinn. Vinstri grænir fá 19,8% fylgi kvenna en Miðflokkurinn aðeins 3%. Hjá körlum fá Sjálfstæðismenn mjög góða kosningu eða 25,7% en Vinstri grænir aðeins 9%.

Flokkur fólksins fær nánast jafnt fylgi meðal karla og kvenna eða 4,6 og 4,4% en aldurshópurinn 50-59 ára virðist vera þeirra helsti stuðningsaðili með 6,4%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?