fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Segja enn eitt fjármálaklúðrið sé í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg: Breyta kynlífshjálpartækjabúð í leikskóla fyrir 1,6 milljarð

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember í fyrra var greint frá því því að Reykjavíkurborg hefði fest kaup á húsnæði við Kleppsveg 150-152 sem áður hýsti meðal annars kynlíftækjaverslunina Adam & Evu. Kaupverðið var 642 milljónir króna en markmiðið með kaupunum var að breyta húsnæðinu, sem var í mjög misjöfnu ástandi, í leikskóla.

Borgarstjóri fagnar kaupunum á Twitter:

Kostnaðarálætun við breytingarnar var 367 milljónir til viðbótar en þó var tekið fram að möguleiki væri á því að hann yrði 600 milljónir króna þegar allt væri yfirstaðið. Í heildina hefði því uppbygging nýja leikskólans átt að kosta 967 – 1.242 milljónir króna. Þótti það gríðarlega hátt verð, sérstaklega ef efri mörkin myndu raungerast.

Í ljós hefur þó komið að kostnaðaráætlunin reyndist ekki á rökum reist því að húsnæðið er í mun verra ástandi en áður var talið. Á borgarráðsfundi í vikunni var lögð fram ný kostnaðaráætlun þar sem í ljós kom að kostnaðurinn yrði 1.425 milljónir króna og eins og áður óvíst hvort þær áætlanir standist.

Harðar umræður spunnust um málið á borgaráðsfundinum og bentu talsmenn minnihlutans á að um enn eitt fjármálaklúður meirihlutans væri að ræða. Þá var komið á framfæri áhyggjum að verið væri að vinna bug á myglu og rakaskemmdum.

Í gagnbókun meirihlutans var því vísað á bug að um framúrkeyrslu væri að ræða. Fyrri áætlun hafi verið frumkostnaðaráætlun og því ekki óeðlilegt að verðið hækki á nýrra og ítarlegra kostnaðarmati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun