fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví lætur Andrés heyra það – „Verði þeim bara að góðu með það bara“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 12:07

Andrés Magnússon og Björn Leví Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Andrés Magnússon, fulltrúa ritstjórnar Morgunblaðsins, fara með rangt mál í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. Greinin ber fyrirsögnina „Stjórnarmyndun ákaflega erfið“ og er unnin úr könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Björn ræðir þetta í pistli á Vísi.

„Á hinn bóg­inn væri svo auðvitað hægt að reyna að mynda rík­is­stjórn án Sjálf­stæðis­flokks­ins, en hún þyrfti þá að vera fimm flokka hið minnsta, en þar yrðu Pírat­ar á meðal, sem óvíst er að myndu þola stjórn­ar­sam­starf vel. Eða aðrir flokk­ar sam­starfið við þá,“ skrifar Andrés í grein sinni en Björn er ekki sáttur með þessi orð.

„Í fyrsta lagi er það rangt, eins og ritstjóri Kjarnans bendir á – fjögurra flokka stjórn út frá þessari skoðanakönnun er möguleg án Sjálfstæðisflokksins,“ segir Björn og ræðir síðan fullyrðingu Andrésar um að Píratar myndu ekki þola stjórnarsamstarf vel.

Hann segir að samstarf Pírata og borgarstjórnar hafi gengið mjög vel og að það eitt og sér ætti að afsanna þessa fullyrðingu.

„Í öðru lagi er hægt að útskýra þetta sjónarmið með orðum annars ritstjóra Stundarinnar – þar sem það er ágætlega útskýrt hvers vegna sumir aðrir flokkar (það kæmi kannski fólki á óvart hvaða flokkar það eru) þola ekki Pírata. Það sem skiptir máli þar eru auðvitað ástæðurnar fyrir pirringnum og farið er yfir góðan hluta þeirra í grein Stundarinnar,“ segir Björn.

Hann segir að Píratar séu með einfalda kröfu um að bæta stjórnmálin og auka lýðræðið. Hann aðra flokka ekki vilja Pírata þar sem þeir vilji alla jafna ráða öllu eftir eigin geðþótta.

„Ég tek því undir með Andrési Magnússyni, ekki um að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn – heldur að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn án Pírata. Því eina leiðin til þess að draga stjórnmálin inn í nútímann, með þátttökulýðræði, gagnsæi og stjórnmálum án sérhagsmunatengingar – er að kjósa Pírata. Stór hópur Pírata á Alþingi er lykillinn að því að draga hina flokkana úr klassískri skotgrafarpólitík þar sem góðum málum er fórnað í pólitískum hanaslag,“ segir Björn.

Hann gerir sér fulla grein fyrir því að sumir flokkar hafa „engan áhuga á að gera betur“.

„Þeir munu æmta og skræmta á hæl og hnakka. Verði þeim bara að góðu með það bara. Ég vil gera hlutina öðruvísi og ég veit að það er erfitt. Á sama tíma er það líka nauðsynlegt því sömu flokkarnir við stjórnvölinn – aftur og aftur – eru ekki að fara að gera neitt nýtt,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir