fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Óvæntar vendingar í gistileyfastríðinu í Borgarbyggð – Sveitarstjórn réttir fram sáttahönd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. júlí 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardagsmorgun var óvænt höggvið á hnútinn í harðri deilu milli sveitarstjórnar Borgarbyggðar og eigenda jarðarinnar Húsafell 1. Við greindum frá því á laugardagsmorgun að eigendur Húsafells 1 hefðu kært sveitarstjórn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fyrir að hafna beiðni um að veita jákvæða umsögn fyrir gistihúsaleyfi til handa Gamla bæ að Húsafelli 1. Einnig var sú ákvörðun sýslumanns að hafna umsókninni um gistihúsaleyfi kærð.

Höfnun sveitarstjórnar og sýslumanns er á þeirri forsendu að Húsafell 1 sé landbúnaðarjörð og eftir breytingu á sveitarstjórnarlögum árið 2017 sé ekki heimilt að veita leyfi til veitinga- eða gistihúsareksturs á slíkum jörðum. Sveitarstjórn segist hafa byrjað að kappkosta að fylgja þessum lögum árið 2020.

Eigendur Húsafells 1 hafa hins vegar sýnt fram á að fjölmörg rekstrarleyfi til veitinga- og gistihúsareksturs hafi verið veitt á landbúnaðarjörðum í héraðinu síðan 2017 og það síðasta í febrúar á þessu ári og veitti sveitarstjórn þar jákvæða umsögn.

Deilan tengist máli Páls Guðmundssonar myndhöggvara sem að kröfu eigenda Húsafells 1 var gert að láta rífa hús undir steinasafn á jörð sinni, en Páll er nágranni eigenda Húsafells 1. Eigendur Húsafells 1 hafa sakað sveitarstjórn um að reyna að kúga sig til að samþykkja „óleyfisbyggingar“ á svæðinu en sveitarstjórn hefur sagt að hægt sé að veita jákvæða umsögn vegna umsóknar um gistihúsaleyfi á Húsafelli 1 eftir breytingu á aðalskipulagi.

Sjá nánar: Stríð um rekstrarleyfi í Borgarbyggð – Eigendur jarðarinnar Húsafells 1 saka sveitarstjórn og sýslumann um mismunun

Málið virðist skyndilega hafa verið leyst

Á laugardagsmorguninn barst eigendum Húsafells 1 tölvupóstur frá sveitarstjóra Borgarbyggðar þess efnis að sveitarfélagið sé tilbúið að gefa jákæða umsögn á rekstrarleyfi fyrir Gamla bæ á þeim forsendum að lýsing aðalskipulags sé lokið og og byggðarráð, fyrir hönd sveitarstjórnar, samþykkti vinnslutillögu að breytingum á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Húsafells, á 565. fundi byggðarráðs sem haldinn var 24. júní síðastliðinn. Vinnslutillagan er nú að fara í kynningu fyrir íbúum og hagsmunaðilum og leitað umsagnar lögbundinna umsagnaraðila.

Gistihúsaleyfi fyrir Gamla bæ virðist því innan seilingar og deilunni skyndilega lokið.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki