fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Eyjan

„Guð hvað ég er feginn að vera hættur í Sjálfstæðisflokknum“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 21:00

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson, sem eitt sinn var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist verulega feginn yfir því að vera ekki lengur í flokknum. Þetta hefur hann tekið tvisvar sinnum fram í kvöld á Facebook-síðu sinni, þar sem hann hefur tjáð sig um kvörtun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Diljá Mistar Einarsdóttur, gagnvart Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og bróður hennar Magnúsi Sigurbjörnssyni.

Sjá einnig: Valhöll titrar:Áslaug sökuð um kosningasvindl – Stal Magnús bróðir kjörskránni?

Líkt og fram hefur komið í kvöld ætlar Yfirkjörstjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík ætlar ekki aðhafast frekar í málinu, sem snerist um að Magnús haft aðgang að flokksskrá flokksins. þ.e. nákvæmar og stöðugt uppfærðar upplýsingar um flokksmenn, í aðdraganda prófkjörsins og eftir að framboðsfrestur í prófkjörinu rann út.

Sjá einnig: Magnús bróðir loggaði sig síðast inn 10. maí.

Sveinn Andri er ansi harðorður í garð Sjálfstæðisflokksins. Áður en Vörður tilkynnti um niðurstöðu sína skrifaði Sveinn að þetta væri ekki í fyrsta skipti þar sem bolabrögðum væri beitt af flokkseigendum flokksins, en þetta væri mjög ósvífið dæmi.

„Það er gömul saga og ný að flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins beita einstaka frambjóðendur bolabrögðum. Þessi nýjasta útgáfa er óvenju ósvífin.

Mjög strangar reglur gilda um meðferð félagaskrár Sjálfstæðisflokksins; bæði skv. lögum flokksins og samkvæmt lögum um persónuvernd.

Nú ber svo við samkvæmt þessari frétt að framboð dómsmálaráðherra virðist hafa brotið lög um persónuvernd með því að starfsmaður framboðsins og bróðir ráðherrans nýtti sér leyniaðgang að félagaskrá flokksins, í boði framkvæmdastjóra flokksins, Þórðar Þórarinssonar, til að afla framboðinu persónuverndarlegra upplýsinga um einstaka félagsmenn, sem aðrir frambjóðendur höfðu ekki, t.d. netföng, símanúmer, heimilisföng o.s.frv.

Guð hvað ég er feginn að vera hættur í Sjálfstæðisflokknum.“

„Reyna að moka yfir skítinn“

Seinni færsla Sveins hefst á orðunum: „Valhöll og skrímsladeildin að reyna að moka yfir skítinn.“, en það er skrifað eftir tilkynninguna frá Verði.

Hann bendir á að þann 6. Maí hafi Áslaugu verið tilkynnt um að bróðir hennar væri með rafrænan aðgang að félagsskránni til 10. Maí, en einmitt þann dag fór hann inn á skrána. Fram hefur þó komið að það hafi verið vegna beiðni frá starfsmanni flokksins. Sveinn gefur þó lítið fyrir það, en skynja má kaldhæðni þegar hann fjallar um „verkefni“ Magnúsar.

„Valhöll og skrímsladeildin að reyna að moka yfir skítinn.

Frambjóðendur eiga að hafa jafnan aðgang að kjörskrá og hún er afhent á formi á ákveðnum degi.

Framboð Áslaugar var tilkynnt 6. maí og starfsmaður framboðs hennar var með rafrænan aðgang að félagsskránni til 10. maí og þann dag fór hann inn á skrána.

Aðrir frambjóðendur fengu félagaskrána á síðari tímapunkti á prentuðu formi.

Nú segir yfirkjörstjórn Varðar að starfsmaður og bróðir frambjóðandans hafi verið með þennan aðgang „þar sem hann var að vinna að verkefni“.

Ég átta mig ekki á því hvort þetta er hótfyndni eða ósvífni, en mikið sem ég er feginn að vera hættur í Sjálfstæðisflokknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“

Haraldur fær óvæntan stuðning úr ólíkum áttum – „Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta

12 milljarða tekjutap vegna minni fiskveiðikvóta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“

Hæstaréttarlögmaður kallar Samylkinguna öfgafullan smáflokk – „Eitt af mörgu vondu sem ein­kenn­ir þessi nýju guðlausu trú­ar­brögð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafna Bjarna og flokkseigendafélaginu – Brynjar fórnarlamb kosningamaskína
Eyjan
Fyrir 2 vikum

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“

„Einhver póesía í því að gamall fótboltaþjálfari sé orðinn besti formaður fjárlaganefndar um langt árabil“