fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Katrín siglir inn í kosningar með „koss dauðans“ frá strákunum

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. júní 2021 20:00

Frá undirritun stjórnarsáttmálans árið 2017. mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir vikunnar um að hálendisþjóðgarðurinn væri úr sögunni komu óþægilega mörgum, óþægilega mikið á óvart. Auðvitað dylst engum að kosningar eru í nánd og ekki finnst einn stakur Sjálfstæðis- eða Framsóknarmaður sem vill fara inn í kosningabaráttuna utan 101-Reykjavíkur með stofnun hálendisþjóðgarðs hangandi utan á sér.

Formlega var andlátið tilkynnt með nefndaráliti, fluttu af Kolbeini Óttarssyni Proppé, verðandi fyrrverandi þingmanni VG. Segir þar að ekki hafi náðst sátt um afgreiðslu málsins úr nefnd og því sé málinu vísað aftur til ríkisstjórnar og umhverfisráðherra. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði síðar við RUV að þetta væri „fallegt orðalag yfir þegar mál daga upp í nefnd.“

Mál manna er að málið átti sér hvorki viðreisnar von, né Viðreisnar von. Það var dauðadæmt frá upphafi.

Óljósara er hvaða afleiðingar hálendisþjóðgarðamálið mun hafa á Vinstri græna, en ljóst er að málið verður vatn á myllu þeirra bauka innan VG sem sótt hafa að Katrínu og hennar fólki í forystu flokksins. Finnst mörgum aðgöngumiði VG í ríkisstjórn hafi verið of dýru verði keyptur. Andlát hálendisþjóðgarðsins verður þeim þungt högg. Og ekki batnar það. Málið var í sjálfum stjórnarsáttmálanum. Þá eru ídealógískír púrítanar sagðir langræknir, innan VG sem annars staðar.

Fleira hangir á spýtunni

Þá er ljóst eftir vikuna að önnur mál munu fá að sitja á hakanum.

Mál sem Svandís Svavarsdóttir er sögð hafa stolið af píratanum Halldóru Mogensen fór með hálendisþjóðgarðinum í gúlagið. Halldóra lagði á síðasta þingi fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta kannabisefna og keyrði það af mikilli elju í gegnum þingið. Efndi flokkur hennar meira að segja til málþófs undir lok síðasta þings, í lok júní á síðasta ári, til þess að verja frumvarp hennar frá fallöxi þingslitanna. Svo fór þá að málið var fellt í atkvæðagreiðslu.

Í apríl á þessu ári lagði Svandís svo fram stjórnarfrumvarp sem þótti æði líkt frumvarp Halldóru sem stjórnarþingmenn gátu þá ekki hugsað sér að samþykkja. Var það þá hermt upp á Svandísi að hafa stolið afglæpnum af Halldóru og Píratapartíinu. Sagði sagan að Svandís hafi einfaldlega langað til þess að vera skrifuð fyrir pólitíska sigrinum sem málinu gæti fylgt.

Í stjórnarsáttmálanum segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna.

Afglæpavæðing kannabisefna í neysluskömmtum nýtur mikils stuðnings meðal ungra og meðal kjósenda vinstri flokkanna. Nú er hætt við því að narratífið inn í kosningar verði að Vinstri grænir hafi fyrst stolið málinu af Halldóru pírata og svo klúðrað því.

Það verður eitthvað að útskýra það fyrir kjósendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi