fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. maí 2021 11:41

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir Guðbrands Einarssonar, oddvita Viðreisnar í Suðurkjördæmi, Sólborg Guðbrandsdóttir, hefur fengið hótanir og mörg ljót skilaboð frá karlmönnum vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi en hún hefur verið mjög virk á þeim vettvangi. Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í dag þar sem rædd var sú metoo-bylgja sem reis í vikunni.

Guðbrandur sagðist vera ánægður með að Sólborg væri í þessari baráttu. Hann segist oft verða skömmustulegur yfir því að karlar væru í þeirri stöðu að þúsundir kvenna lýstu skelfilegum atvikum sem þær hafi lent í. Nýlega hafi einnig komið fram skelfilegar sögur um konur sem hafi tekið eigið líf vegna kynferðisofbeldis. „Við sem sterkara kynið erum að beita líkamlegu afli til að kúga annað kynið,“ sagði Guðbrandur.

Guðbrandur sagði enn fremur: „Ég held að við séum nokkuð mikið í gerendameðvirkninni. Þegar fólk segir nei þá meinar það nei, en við erum ekki alveg komin þangað. Kannski þurfum við að fara að vinna með strákana okkar miklu fyrr.“

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að við búum í samfélagi þar sem ofboðslega margar konur verða fyrir ofbeldi en af einhverjum ástæðum virðist ofbeldismennirnir vera mjög fáir. „En um leið og þær nefna nöfn þá verður allt brjálað. Á meðan við höfum ekki fundið leiðir til að láta gerendurna axla ábyrgð þá mun þetta gjósa upp aftur og það verður aukinn þrýstingur frá konum um að á þær verði hlustað,“ sagði Drífa.

Hún staldraði líka við þann útbreidda misskilning að góðir drengir beittu ekki ofbeldi. Enginn gæti vottað um annan mann að hann beitti ekki ofbeldi, góðu drengirnir geri það líka.

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagði að aðgengi að ofbeldisfullu klámi væri miklu auðveldara en áður og það sé eitthvað sem verði að huga að. Hún sagði að það hafi komið mörgum konum á óvart eftir síðustu metoo-bylgju hvað lítið hafi breyst, nú sé þetta að gossa upp aftur af því fólki finnist ekki hafa verið nóg gert.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist oft undrandi á því hvað dómar í ofbeldismálum væru vægir. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, ræddi við hann um þá staðreynd að Landsréttur hafi tilhneigingu til að milda dóma í kynferðisbrotamálum. „Kannski vaknar maður upp við vondan draum við að heyra þær skelfilegu lífsreynslusögur sem konur hafa að segja. Þó að þetta sé útbreitt vonar maður að það séu ekki flestar konur sem lendi í þessu,“ sagði Jón. Hann sagði jafnframt að sönnunarbyrðin í kynferðisbrotamálum væri erfið og málin flókin en umræðan væri af hinu góða og umræðan hefði verið frábær undanfarið. „Það er búið að opna þetta pandórubox en það er vandmeðfarið,“ sagði Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki