fbpx
Þriðjudagur 15.júní 2021
Eyjan

Dóra sakar Hildi um ósannindi – „Þetta er einfaldlega rangt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lét hafa eftir sér í gær að árið 2018 hafi Dóra Björt Guðjónsdóttir,  borgarfulltrúi Pírata, flutt henni svohljóðandi afsökunarbeiðni, eftir að Dóra hafði hraunað yfir Sjálfstæðisflokkinn í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem þær báðar voru gestir:

„Ég veit þú ert ekki óheiðarleg. Það er bara stefna okkar Pírata að tala svona um Sjálfstæðisflokkinn.”

Dóra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína á borgarstjórnarfundi í fyrradag þar sem ársreikningur borgarinnar var til umræðu. Dóra fordæmdi þar harðlega Sjálfstæðisflokkinn, meðal annars með eftirfarandi orðum:

„Ég vil leggja áherslu á og undirstrika að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir styrkri fjármálastjórn, hvorki hér né annars staðar. Hans helsta áróðursmarkmið er að láta fólk trúa því að hann sé ofboðslega ábyrgur þegar kemur að fjármálum en hann er það ekki,“ sagði Dóra og sagði ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn og hans stjórnun er ekki ábyrg, ekki heiðarleg og ekki góð.”

Ummælin hafa ekki aðeins vakið gagnrýni Sjálfstæðismanna því Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði ummælin full af hatri og heift.

Það var í viðbragði við þessum ummælum sem Hildur rifjaði upp afsökunarbeiðni Dóru til sín frá 2018. Núna segir Dóra hins vegar að Hildur segi ósatt um þetta:

„Hildur Björnsdóttir segir í stöðufærslu á Facebook að ég hafi sagt eftirfarandi við hana í einkasamtali: „Ég veit þú ert ekki óheiðarleg. Það er bara stefna okkar Pírata að tala svona um Sjálfstæðisflokkinn“. Þetta er einfaldlega rangt. Ég hef ekki sagt henni að það sé stefna Pírata að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn – það er ekki stefna Pírata. Píratar eru ósammála Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn heimtar alltaf að þeir sem minnst hafa og verst standa axli mesta ábyrgð. Við erum beinlínis stofnuð til að berjast gegn hugmyndum um að moka undir þá sem mest eiga og hafa.“

Dóra bætir um betur og segir að hafi hún einhvern tíma sagt að Hildur væri heiðarleg þá taki hún það aftur núna. Færslu hennar um málið má lesa í heild með því að smella á tengilinn hér að neðan.

https://www.facebook.com/DoraBjortGudjonsdottir/posts/10165263645660092

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

„Ég er ekki rasisti“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Úrslitastundin nálgast í stóra oddvitaslagnum- Þetta er staðan eftir fyrstu tölur

Úrslitastundin nálgast í stóra oddvitaslagnum- Þetta er staðan eftir fyrstu tölur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“